Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 7
STJARNAN 7 ingu á þessu valdi, starfsemi þess laust fyrir endurkomu Krists, og dóminum hræðilega, sem veröur uppkveÖinn yfir því. Öllum þessum skýru spádómum fylgir alvarleg viðvörun viÖ að fylgja þessari fráhverfu kirkju og dætrum hennar, til þess að verða ekki fyrir þeim skelfilegu plágum, sem munu dynja yfir alt þetta mikla frávillings vald, sem af ásettu ráði hefir risið upp á móti Guði og lögum hans ríkis. Skulum vér því næst athuga rás viðburSanna, til að fá vissu fyrir því, að páfavaldið er einmitt hið mikla trú- arbragðakerfi, sem ofannefndar fyrir- sagnir Ritningarinnar bencla á. Söfnuðurinn kom upphaflega frá hendi Krists með innsigli Heilags Anda. Hann var hreinn sem sólin og fagur sem máninn, en eftir að allir postular Krists höfðu lagst til hvíldar, risu upp menn, sem fóru með rangsnúna lærdóma, til þess aö teygja lærisveina á eftir sér. Þeir komu fram sem ólmir vargar og svifust einskis, til að geta skarað eld að sinni köku. Heiðnar kenningar smeygðu sér inn í söfnuðinn og leiðtogar hans vildu drotna yfir hjörð Drottins eins og höfð- ingjar jarðarinnar drotna yfir þegnum sínum. Þeir veittu sjálfum sér allra handanna titla og nafnbætur. Þeir vildu vera prestar, biskupar, erkibiskupar, kardínálar og aö lokutn páfar. Þeir voru ekki bræður framar eins og Pétur og Páll postular höfðu verið. Þar af leiðandi varð Heilagur Andi að víkja í burtu frá því trúarkerfi, þvi að hann starfar ein- ungis í gegn um þá, sem lifa í samræmi við hið innblásna orð og hafa hugarfar Krists. Þaö var þannig að hið inikla fráhvarf kom inn í söfnuðinn. Þar að auki fóru leiðtogar hans að leita hjálpar hjá yfirvöldunum, til að geta komið sínu fram. En með því sögðu þeir skilið við Guö og kraft hans Anda, þvi að vinátta heimsins er f jandskapur gegn Guði. Hið mikla fráhvarf—hið antikristilega vald^— kemur þannig fram eins og Guðs orð fyrir munn spámannanna hafði fyrirsagt. Árið 533 sendi Justinianus keisari i Ivonstantinopel biskupnum i Rómaborg bréf, þar sem hann veitir honum réttinn til að vera “dugandi refsari” allra villu- trúarmanna og yfirhöfuð allra safnaða. Biskupinn í Rómborg veröur á þann hátt “papa” þpáfi), en vegna þess að Austur- gotar, sem voru Aríustrúar menn, réðu lögum og lofum í Róm, gat páfinn ekki notið sín fyr en herflokkar keisarans höfðu hnekt valdi Austgotanna, sem með engu móti vildu lúta páfavaldinu. Árið 538 í marz mánuði sigraði Bellisaríus, herforingi Justinianusar keisara, Austgot- ana, og sá sigur var það, sem veitti páf- anum frjálsar hendur til að ofsækja alla, sem ekki vildu lúta valdi hans, og drotna sem yfirhöfuð allra safnaða. Árið 538 er þess vegna byrjun þess 1260 ára tíma- bils, sem á sjö stöðum er nefnt í Ritn- ingunni. Samkvæmt hinu óbrigðula spá- mannlega orði Guðs hafði hið antikristi- lega páfavald fæðst í þennan heim. En það vald vildi ekki láta sér nægja það, að drotna einungis í Rómáborg, það vildí öðlast eigið ríki og drotna þar sem ein- valdur. Páfinn vildi sveifla bæði and- lega og veraldlega sverðinu. Hann lok- aði augum sínum fyrir því að Kristur hafði skipað Pétri postula að slíðra sverð sitt. Árið 754 var Pepin hinn stutti krýnd- ur sem konungur Frakka með aðstoð páfans. Til þess að endurgjalda páfan- um þennan greiða, fór Pepin hinn stutti með her sinn á móti Aistúlfi, konungi Lombarða ,sigraði her Aistúlfs og tók af honum Ravenna, stórborg við Adría- hafið og alt svæðið sem henni tilheyrði og afhenti það alt páfanum. Þetta svæði er landið fyrir sunnan Feneyjar.. Páf- inn var nú orðinn veraldlegur konungur. Á hinum stríðsmiklu miðöldum not- aði hið kæna páfavald tækifærið, til að auka landeign sína til rnuna. Og var hið veraldlega ríki páfans stærst um sig á dögum Innocents III páfa, sem var hinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.