Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 19 C. H. Spurgeon. “Þó eg riti honum lögmálssetningar þúsundum sarnan, þá eru þær álitnar sem or8 útlendings.” Hós. 8:13. Það er þessi blessaÖa bók, Biblían, sem mig langar að tala um. Hún er texti minn, efni þessa fyrirlesturs, en þetta efni útheimtar meiri mælsku, en eg á til í eigu minni. Hún er umtalsefni, sem þúsundir ræðuskörunga geta rætt um samtímis, djúpt og yfirgripsmiki'ð efni, sem mælskumenn geta tekið til meðferð- ar um alla eilífð og samt sem áður ekki tæmt það í botn. “Bg rita.” 1 fyrsta lagi: Hver hefir ritað þessa bók? Texti vor segir að Guð hafi ritað hana. “Eg rita. . . . lögmálssetningar þús- undum saman.” Þegar maður opnar Biblíuna, sér maður undir eins að hún samanstendur af mörgum smáritum eða bæklingum. Hinar fimm fyrstu bækur voru ritaðar af Móse. Þegar maður flett- ir blöðum hennar áfram, finnur maður aðra rithöfunda sem DavíS og Salómó. Þar eru Míka, Arnos og Hósea. Fari maður að virða fyrir sér hinar uppljóm- uðu iblaðsíður Nýja-Testamentisins, finn- ur maður þar Matteus, Markús, Lúkas, Jóhannes, Pál, Pétur, Jakob og aðra. En þegar eg læt bókina aftur, þá spyr eg sjálfan mig: Hver hefir ritað alt ]ætta? Gjöra þessir menn í einingu heimtingu á að hafa ritað þessa bók? Hafa þeir sam- ið þetta rnikla bókasafn? Tileinka ])eir sér heiðurinn fyrir alt þetta? Nei! Rödd Guðs, cn ckki manns. Biblían er ritgerð hins lifanda Guðs. Hvert bréf hennar er ritað með fingri hins Almáttuga. Hvert orð hennar hefir fallið af vörum hins eilífa. Hver setn- ing hennar hefir verið stíluð af Heilög- um Anda. Þótt Móses ritaði sögu þeirra tíma, þá stjórnaði Guð penna hans. Lát- um það heita, að DavíS snerti hörpu- strengina og unaðsfagrir tónar fyltu loftið, en Drottinn- færði hendur hans yfir hina titrandi strengi hinnar gyltu hörpu. Og jafnvel þó að Salómó hafi sungið ljóðaljóð elskunnar og talað vís- dómsorðin, þá var það samt sem áSur Guð, sem snart varir hans og gjörði prédikarann mælskan. Þegar eg fylgi hinum þrumandi Nahúm, ])egar vagnar hans glóa af stáli og geysa um torgin, eða Habakúk, þegar hann sá tjöld Kús- ans í nauðum stödd; þegar eg les hjá Malakia um jörðina, sem mun brenna eins og ofn; eða eg sný mér að Jóhann- esi, sem talar um elskuna, eða að hinum þrumandi kapítulum Péturs, sem fjalla um eldinn, sem mun eyöa óvinuin Guðs, —þá heyri eg allstaðar rödd Guðs; það er rödd hans, en ekki manns, það eru orð frá hinum eilífa, ósýnilega og al- máttuga Jehóva. Biblían er bókasafn Guðs og þegar eg sé hana er eins og eg heyri rödd koma út úr henni, segjandi: “Eg er bók Guðs. Maður, lestu mig. Eg er skjal Guðs, opna þú það, því að eg er rituö af Guði sjálfum. Les þú það orð, því að Guð er frumkvöðullinn að því og muntu sjá hann opinberaðan allstaðar.” “Eg rita honum lógmálssetningar þúsundum saman.” Þlvernig getur maður vitað þetta? Hvernig veit rnaður að Guð hefir ritað

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.