Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN 3i st?gja lokað dyrum sínum fyrir allri evangelískri starfsemi. Vér höfum ekki emn einasta bókasölumann eftir í öllu Rússlandi. Vér verðum aö loka kirkjum og samkomuhúsum vorum og oss er bannað að halda guðsþjónustur. Tyrk- land reynir einnig að loka Biblíufélaginu úti og banna alt kristniboð. í Afríku senda Múhamedstrúarmenn eftirlitsmenn h'ngað og þangað í þeim tilgangi aö halda innbornum mönnum frá því að veita Kristi viðtöku. Vissulega er bomið und- ii kvöld og nóttin kemur, þegar enginn getur unnið. — Samt em áður eru marg- ar dyr opnar. Miljónir heiðingja bíða eftir að fá að heyra um Jesúm. Vér verðum að senda út fleiri kristniboða stofna flerii skóla og sjúkrahæli. En til þess þurfum vér á hjálp að halda. Vér trúum því að allir, sem elska Jesúm og hafa áhuga fyrr kristniboðinu, muni gjöra betur þetta ár, en nokkurn tíma hefir verið tilfellið áður.” Skýrslurnar sýna að veturinn 1927-28 seldi Canada grávöru, sem áverkuð var, fyrir átján miljónir dollara. Er það lag- legur skildingur, sem þannig kemur inn í landið. Dr. William Mayo frá Rochester í Minnesota sagði í fyrirlestri, sem hann hélt, Manchester á E'nglandi í júlí mán- uði síðastliðið sumar: “Hin mikla meðal- stétt manna í Ameríku drekkur ekki á- fengi framar. Æðsta stéttin og hin lægsta halda enn áfram að drekka. Drykkjuknæpurnar eru ruddar úr vegi og enginn vill fá þær aftur. Áfengi er sjaldgæft og það, sem notað er, er hættu- legt.” _________ Fyrir nokkru fluttu dagblöðin fregn um sjálfsmorö, sem var beinlínis afleiðing af andatrú. Fregnin hljóðar þannig: Mjög svo frumlegt sjálfsmorð var framið í Búdapest á Ungverjalandi. Bkkja eftir piófessor Kasimir S'zabo var fundin dauð í húsi sínu. Hún hafði ráðið sjálfa STJARNAN kemur út mánatSarlega. Ct@efend.ur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um árið I Canada, BandarikJ- unum og á íslandi. (Borgist fyrlrfram). Rltstjóri og ráðsmaður : DAVÍD GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St.. Winnipeg. Man. Phone: 31 708 sig af dögum með gasi. Á borðinu fundu menn bréfa, þar sem hún skýrir lögregl- unni frá, að hún fyrir nokkrum dögum á andatrúarsamkomu hefði séð anda manns síns framliðna og af honum ver- ið uppörvuð til að fylgja honum í dauð- anum innan f jörutíu og átta klukkutíma. —Þar eð hana skorti sálarstyrk til að fylgja þessari uppörvun, haföi andi mannsins birst henni í annað sinn og hótað að hegna henni, ef hún hlýddi ekki skip- un hans. Eftir langvarandi sálarstríð hafði hún að lokum ákveðið að drýgja sjáfsmorö.” Þettta er aðeins eitt sýnishorn af hin- um fjölda mörgu sjálfsmorðum, sem andatrúin árlega leiðir af sér og ætti það að vera til þess að opna augu fólksins fyrir þessari hræðilegu blekkingu. Biblían—Guðs Orð. öFramh. frá bls. 19) vigt og of stuttan mælikvarða, og alt, sem eg man eftir var að fara heim og brenna mælikvarðann.” Ef allir vildu muna eftir því að fara heim og lesa Biblíuna, þá hefir ræða mín náð mark- inu. Guð i sinni miklu náð upplýsi hjörtu yðar meö sól réttlætisins við Heilagan Anda, þegar þér lesið Ritning- una, þá mun lesturinn verða uppbyggj- andi og til frelsunar.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.