Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 6
22 STJARNAN sker úr öllum málum, þegar skilningur og klókleiki manna hafa náð takmörkum sínum. Hún er ekki brennimerkt meS einum einasta galla; hún er hinn full- komni sannleiki. Hvers vegna?—Af þvi aÖ Guð er höfundur hennar. Brigzlið þér GuÖi um aÖ honum hafi skjátlast, ef þér þorið það. SegiÖ honum að bók hans sé ekki það sem hún ætti aÖ vera. Eg hefi séÖ skarpskygna og séða menn hafa hug á að breyta Biblíunni, og (eg skammast mín fyrir að segja það) eg hefi heyrt prédikara orðsins breyta Guðs orði af því aÖ þeir voru hræddir við það. Eg hefi heyrt menn á bæn, í staðinn fyrir að segja: “Gjörið köllun yðar og útvalning vissa,” segja: “Gjörið köllun yðar og frelsun vissa.” Hve sorg- legt er það ekki, að þess konar menn skyldu ekki hafa verið uppi á löngu liðn- um öldum, til að hafa getað uppfrætt Guð um hvað hefði átt að ritast í bók hans. Hvaða ótakmörkuð frekja er ekki þetta, að ímynda sér annað eins! Að taka það á sig að vilja uppfræða hinn Al- vitra og Eilífa! Undarlegt er það að svo óskammfeilnir rnenn skyldu finnast, að þeir skyldu vilja nota vasahnif Jóa- kims konungs, til að skera í burtu þá parta Ritningarinnar, sem ekki eru eftir smekk þeirra. Þér, sem hafið viðbjóð á vissum pört- um Ritningarinnar, verið fullvissir um að það er sjónhverfing af yðar hálfu, og að Guö tekur ekkert tillit til hinnar lítil- vægu meiningar yðar. Að þessir partar Ritningarinnar eru yður á móti skapi, er Guði nógu mikil ástæða til að rita þá. Hvers vegna skyldi hann gjöra yður ánægða? Drottinn rit- aði það, sem yöur er á móti skapi, hann ritaði sannleikann. Æ, látum oss með virðingu hneigja því, af þvi að það ér innblásið af Guði, og það er heilagur sannleikur, skýr og hreinn. Frá þessari uppsprettu streymir lífsins vatn. Frá þessari sól streymir lífsins ljós. Blessuð Bibíla, þú ert sannleikur! Ljós frá hæðum. Fyr en vér athugum meira, þá rennum huganum til þeirrar náðar og miskunn- ar Guðs, að hann i raun og veru skyldi gefa oss Biblíuna. Hann hefði getað látið oss fálma í myrkrinu sem blinda menn, er reyna að finna götuna. Hann hefði getað skilið oss eftir með vorn eig- inn óviturleik sem leiðarvísi og hjálpara. Eg man eftir sögu um hr. Hume, sem hélt því á lofti, að skynsemi vor væri í alla staði nægileg. Hann heimsótti kveld nokkurt einn hreinskilinn þjón Drottins, og ræddu þeir einmitt þetta mál. Aftur staðhæfði hr. Hume, að hann hefði óbilandi trú á ljósi náttúr- unnar—vorum eigin sljóva skilning og dómgreind—að það væri nægilegt. Þeg- hann ætlaði að fara heim til sín, bauðst presturinn til að halda á lukt, til að lýsa honurn ofan stigann. En hann svaraði drembilega: “iNei, ljós náttúrunnar er mér nægilegt. Tunglið mun lýsa mér.” Nú vildi svo til að ský huldi tunglið og hr. Hume kútveltist ofan stigann. “Held- ur þú ekki,” sagði prestur, “að það hefði verið þér betra, hr. Hume, að hafa haft ljós að ofan?” Svo að jafnvel þó að vér höldum, að vér höfum ljós og leiðarvísi í vorum eig- in skilningi og skynsemi, þá mundi það samt vera oss betra, ef vér hefðum dá- lítið af ljósi að ofan. Vér munum þá vera vissr um að vér erum á réttri leið. Tvö ljós eru betri en eitt. Bók náttúr- unnar fjallar um Guð. Nafn hans er ritað með gyltum stöfum á næturhimin- inn. Dýrð hans kemur í ljós í bylgjum hafsins, já, einnig í trjárn skógarins. En það er betra að lesa um Guð í tveimur bókum, en í einni. Biblían er skýrari opinberun, því að Guð hefir sjálfur rit- að hana, og þar að auki hefir hann gjört mér það mögulegt að skilja hana. Heil- agur Andi mun upplýsa oss. Mínir elskulegu, látum oss þakka GuSi fyrir Biblíuna, elska hana og virða meira en dýrmætt og skýrt gull.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.