Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 8
24 STJARNAN Hvað sumir kaupendur Stjörnunnar segja og gjöra. Einu sinni var sagt viÖ nafnfrægan stjórnmálamann: “Verk þín tala svo hátt, að eg heyri ekki hva'Ö þú ert að segja.” Svona mætti einnig segja viÖ suma kaup- endur Stjörnunnar. Þegar blaðið fytur fréttirnar af því mikla starfi, sem Guö á þessum síðustu dögum gjörir í öllum löndum heimsins, sér í lagi meðal heið- ingja og kaþólskra, þá eru þeir nú orðn- ir margir, sem vilja, taka þátt í því. Rosknar manneskjur, sem eiga við marga erfiðleika að stríða, og ungar manneskjur í blóma lífsins senda inn gjafir, til að rétta hinum vanræktu olnbogabörnum heimsins hjálparhönd. í hinni sólríku Californíu og í hinu kalda Massachusetts ríki finnast íslendingar, sem ekki loka eyrum sínum og hjörtum fyrir tieyöar- ópi því, sem á þessum tímum stígur upp frá miljónum manna, sem aldrei hafa heyrt um þá náð, sem stendur þeim til boða í Kristi, og aldrei fundið þá elsku, sem hið ómengaða fagnaðarerindi Jesú Krists lætur mönnum í té. Uppi kring um vötnin, á sléttunum, inni milli fjall- anna og við sjávarströndina eru menn, konur, unglingar og jafnvél börn, sem leggja fram gjafir til fóta Krists, því að hann segir: “Sannlega seg eg yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.” Matt. 25 ^40. Það mundi vera Stjörnunni ljúft að birta öll þess konar bréf, sem henni eru send, en því miður leyfir hið takmark- aða rúm þaS ekki, svo hún verður að láta fáein sýnishorn nægja. Eftirfarandi línur koma frá Californíu: “Kæri kunningi okkar!—Beztu þakkir fyrir síðasta bréfið þitt ásamt öllu öðru bróðurlegu okkur auðsýnt... .Við látum í bréfið póstávísun fyrir tuttugu og fimm dollurum, tvo dali fyrir Stjörnuna og hitt skiftist eins og vant er til trúboðsins og þeirra, sem vantar brauð. Mætti Guðs blessun fylgja þessari litlu gjöf.— Þinn einlægur vinur. X.” Það er engnn vafi á þvi að blessun Guðs fylgi gjöfinni. Þessi fáorðu bréf tala til vor eins og heil 'bók. Eesið eftir- farandi orð frá British Columbia: “Kæri vinur! Alúðar heilsan! — Eg sendi þér nú þrjátíu og sex dollara og þrjá dollara fyrir Stjörnuna fyrir næsta ár.... .Þinn einl. vinur. X.” Næst kemur bréf frá manni í Sas- katchewan, sem hógværðin skín út úr: “Kæri herra! Hérmeð sendi eg borg- un fyrir Stjörnuna og fimtán dollara, sem eg óska að þú verjir til ykkar starfs á því sviði, þar sem þú þekkir mesta þörf viðvíkjandi ykkar mikla trúboðs- starfi, sem eg er mjög hrifinn af, þó að eg gjöri ekkert til að styrkja það. — Þinn einlægur X.” Frá íslenzkri nýlendu í Washington ríkinu koma eftirfarandi línur: “Kæri ritstjóri Stjörnunnar! — Þess- um línum læt eg fylgja fimm dollara. Fyrst $1.50 fyrir næsta árgang Stjörn- unnar og svo einn dollar, sem eg sendi

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.