Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.02.1930, Blaðsíða 16
“Sigrandi og til þess að sigra.” Aldrei liafa heiðin trúarbrögg gjört eins miklar tilraunir til að halda kenn- ingum sínum á lofti um allan heim og nú. Jafnvel í höfuðborg Bandaríkjanna prédika Búddatrúarmenn af kappi, til að koma hvítum lærðum mönnum á sina skoðun. Þetta var einmitt það, sem Jesaja spámaður .fyrirsagði i þessum orðum: “Þeir eru allir i austurlenzkum göldrum og spáförum.” Jes. 2 :6. Kaþólskan hefir með sínum nýfengnu veraldarvöldum ákveðið að draga allan heiminn undir fána sinn og vald og mun það hepnast henni um stundar sakir, því að vér lesum: “Öll jörðin fylgdi dýrinu með undrun.” Mótmælenda kirkjurnar sameina sig í eina volduga heild og mynda þannig líkneski af kaþólskunni, til þess að geta haft áhrif á stjórn landsins og notað hana sem vinnukonu sína, til að framkvæma það, sem þetta sameinaða vald kirnanna kynni að heimta af henni. “Og þvi var veitt að gefa líkneski dýrsins anda, til þess að líkneski dýrsins gæti jafnvel talað, og komið því til leiðar, .að allir yrðu deyddir, sem ekki skyldu vilja tilbiðja líkneski dýrsins.” O’pinib. 13:15. Af þessu er auðséð að þetta sameinaða vald Mótmælenda kirknanna verður eins hræðilegt ofsóknarvald og kaþólskan var. Andatrúin smeygir sér allstaðar inn í kirkjurnar og gagnsýrir þær og þar af leiðandi fer kristindómurinn rénandi og kirkjudómurinn vaxandi. Opinb. 18: i-3- Meðan þetta á sér stað í kirkjunum í heimalöndunum, er hin voldugasta kristniboðshreyfing að1 dreifast út um allan heim og fara frá einni þjóð til annarar. Boðskapurinn, sem Guð nú fyrir munn þjóna sinna kunngjörir heiminum, er fundinn í Opinb. 14:6-12. Þeir prédika nú, samkvæmt nýútkomnum skýrslum, á 347 tungumálUm. Þeir hafa upp á síökastið kunngjört þennan boðskap á nýju tungumáli með sex og hálfs dags millibili. Þessi boðskapur verður nú prentaður á 141 tungumálum. Það hefir engin hreyfing1 verið í allri sögu mannkynsins, sem getur jafnast við þessa. Kristur lýsti henni með svofeldum orðum: “Þessi fagn- aðarboðskapur um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbygðina, til vitnis- burðar öllum þjóðum; og þá mun endirinn koma.” Matt. 24:14. Fáein dæmi munu fljótt sannfæra oss um “að Drottinn mun gjöra upp reikning sinn á jörð- unni, binda enda á hann og ljúka við hann i skyndi.” Róm. 9:28. 1 einni rammkaþólskri borg neituðu prestarnir að fyrirgefa fólkinu, sem gekk til skrifta, vegna þess að það hafði keypt bækur af Sjöunda dags adventist- um. Ein fjölskylda fór þá að halda hinn sanna hvíldardag Drottins helgan og innan skamms fylgdu svo margar fjölskyldur dæmi hennar að söfnuður var mynd- aður og margar fleiri fjölskyldur standa reiðubúnar til að ganga í hann. Margir af svertingjunum í Afríku, sem hafa veitt elskunni til sannleikans viðtöku og hlýða boðum Guðs, fara út í þorp hinna' heiðnu landa sinna og prédika Krist fyrir þeim og menn svo hundruðum skiftir veitir honum viðtöku. Þeir koma með hin gömlu skurðgoð sín og gjöra eldsmat lir jieim. Einn af kristni- boðum vorum, sem er læknir, hefir síðustu árin læknað fjölda marga holdsveika sjúklinga i Afríku og er breska stjórnin i Afríku ótilkvödd farin aö styðja það háleita verk. Á eyjunum i Suður-hafinu koma mannætur, sem alla sína æfi hafa etið manna- kjöt og drukkið mannablóð í veizlum sínum, yfir í herbúðir vorar og verða svo góðir kristnir, að kristniboðarnir geta farið aö heiman á ráðstefnu í Ástralíu, án þess að þurfa að læsa dyrum, skúffum og kistum í húsinu, og komið heim aftur að sex vikum liðnum og fundið alt eins og þeir skildu við það. Ætli það myndi véra eins ugglaust að skilja húsin þannig eftir í þessum svokölluðu kristnu lönd- utn?—Alt þetta segir oss skýrum orðum, að akrarnir séu þegar hvítir til upp- skerun’nar, sem nú fer í hönd. “Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því að Manns-Sonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.” Matt. 24 :44.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.