Stjarnan - 01.09.1930, Síða 4

Stjarnan - 01.09.1930, Síða 4
132 STJARNAN hin nýja Jerúsalem, höíuÖborgin í því ríki, sem hinir heilögu hins Hæsta skulu erfa. Þegar fyrir þúsundum ára sá Abra- ham í trúnni fyrir þessa dýrcS. Hann átti aÖ vísu heima í fyrirheitna landinu, hinu jarSneska Kanaan, en dvaldist þar sem "útlendingur” ásamt ísak og Jakob, vænt- andi einhvers betra. Um þes»a patríarka lesum vér: “Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlast fyrirheitin, heldur sáu þeir þau álengdar og fögnuðu þeim, og játuðu að þeir væru gestir og útlend- ingar á jörðinni. Því að þeir, sem slíkt mæla, láta það í ljósi, að þeir eru að leita eigin ættjarðar. Og hefðu þeir nú átt við þá ættjörðina, sem þeir fóru frá, þá hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur. En nú þrá þeir betri ættjörð, það.er að segja himneska; fyrir því bygðast Guð sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim.” Heb. 11:9-16.— Himneskt var föðurlandið, sem þeir höfðu í huga. Stærð borgarinnar og dýrð hennar. Fyrirheitið, sem Abraham var gefið, gilti meira en hið jarðneska Kanaan. Að vísu hafði Guð gefið honurn hið jarðneska Kanaan til afnota, “en eigi gaf hann hon- um erfð í landinu, ekki svo mikið sem eitt fótmál.” Fostulas. 7:5. Fyrirheitið gilti miklu rneira en þetta; því að Abraham var það loforð gefið, “að hann skyldi verða erfingi heimsins” JRóm. 4:13), og var það hin himneska ættjörð, sem hann í trú leit fram til—þetta var í sannleika “betra” land að þrá. Slik þrá i trúnni frarn til einhvers betra fann velþóknun hjá Guði, og um allar þessar trúarhetjur gildir það, að ekki blygðast Guð sín fyrir þá, að kall- ast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim, sem Guð er smiður að og bygginga- meistari.” Heb. 11 :io, 16. Jóhannes postuli sá þessa borg og kemst þannig að orði þessu viðvíkjandi: “Eg sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin, og hafið er ekki framar til. Og eg sá borgina helgu, nýju Jerúsalem, stíga nið- ur af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.” Opinb. 21: 1,2. Tveir síðustu kapítular Biblíunnar geyma ákaflega dýrlega lýsingu og lifandi á þessari guðdómlegu borg, sem af hinum helga höfundi er kölluð “nýja Jerúsalem,” “brúður,” “eiginkona Lambsins,” ”borgin helga.” Hin geysimikla dýrð borgarinnar kem- ur greinilega í ljós þegar í hinum fyrstu orðum þessarar guðdómlegu lýsingar: Hún "hafði dýrð Guðs; ljómi hennar var líkur dýrasta steini, sem jaspissteinn kristalskær.” Opinb. 21:11. “Hún hafði mikinn og háan múr, og hafði tólf hlið,” og við hvert hlið viröist standa engill, sem lieldur vörð, en yfir hverju hliði eru rituð nöfn hinna tólf kynkvísla ísraels. Þessi hlið voru sett þrjú á hverja af fjórum hliðum borgarinnar. “Borgin liggur í fer- hyrningu, jöfn á lengd og breidd.” Opinb. 21 :i2-i6. Efni múrsins er jaspis og í sjálfri borg- inni var skýrt gull, geislandi eins og gagn- sæjasta gler. Það er mjög sennilegt að allur þessi grundflötur borgarinnar sé þakinn gulli, því að það stendur: “Borgin var skírt gull.” Allskonar dýrmætir steinar prýddu hina tólf grundvelli eöa undirstöður borgarmúrsins. Taldir í röð voru þeir: Jaspis, saffír, kalsedón, smar- agð, sardónyx, sardis, krýsólít, beryll, tópas, krýsópras, hýasint, ametyst. Hvert af þessum tólf hliðum út af fyrir sig var ein einasta perla. “Og stræti borgarinnar var skírt gull, sem gangsætt gler.” Þegar menn í huga sjá dýrð Guðs varpa ljóma sínum á þessa skrautmiklu gim- steinsmúra og á hið gljáandi gull inni í borginni, þá sjá menn í huga sínum svo óviðjafnanlegt geislaflóð, að orð spá- mannsins sýnast næstum vera óþörf, þeg- ar hann segir, að “borgin þurfi ekki held- ur sólar viö eða tungls, til að lýsa sér, því að dýrð Guðs skín á hana, og Lambið er lampi hennar.” Opinb. 21:23- Hinir

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.