Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 12
140 STJARNAN I frumskógum Brazilíu Brazilía er land sem ríkt er á tækifær- um. I.angt inni í því landi eru margar og mismunandi Indíána kynkvíslir, sem lifa mörg hundruÖ mílur fyrir utan alla siÖmenningu. Þeir lifa í vanþekkingu og hjátrú og deyja í myrkri og vonleysi. Það er mikil þörf á að þeir öðlist þekkingu á fagnaðarerindinu og hinni sælu von. Þeir þurfa að fá hjálp í veikindum og neyð. Caraja-Indíáni í hátíðarskrúíSa. Vér viljum gjarnan veita þeirn þessa hjálp. Vér reynum á ýmsa vegu að þrengja oss inn á hin lítt þektu svæði í innri hluta landsins. Vér erum nú farnir að starfa í vestur-hluta landsins meðal hinna viltu Indíána-kynkvísla, sem eiga heima meðfram bökkum hins efra Ama- zon fljóts, um 2000 mílur frá mynni þess; t norður hluta landsins meðal hinna svo- kölluðu Davis-Indíána; til austurs á neðri Amazon svæöinu meðal Manes-Indíán- anna; meðal Carajas Indíánanna með- fram hinu mikla Araguaye fljótinu um þúsund mílur til suðurs i innri hluta landsins. Vér höfum núna nýskeð fengið bréf frá séra A. N. Allen, sem starfar sem kristni- boði meðal Carajas Indíánanna, um að rétta þeim hjálparhönd í veikindum þeirra og í hinni miklu tímanlegu og andlegu neyð þeirra. Hann ritar: “Núna nýskeð dóu margir Indíánar svo að j:>eir bera ekki traust til galdralækn- anna framar. Eins fljótt og mögulegt er verðum vér að fá lækni til að starfa í sambandi við kristniboð vort hér. Vér mundum þá geta gert mikið verk með- frarn fljótinu bæði fyrir ofan og neðan. Maður nokkur frá innri hluta landsins, æði spölkorn frá Sao Jose, var borinn þangað i hengikoju, sem hafði verið fest við burðarsta,ur, og frá Sao Jose var hann tekinn til vor í eintrjáningsbát. Vér gerð- um það, sem vér mögulega gátum fyrir hann og er hann þegar horfinn heim til sín, þar eð hann hafði svo að segja fengið albata- Vér höfum haft marga Indíána sjúklinga hér. Það er klökt og fátækt fólk, sem metur mikils að heyra söguna um jrann vin, sem hefir sigrað dauðann.” Hér eru þess vegna kristniboðar vorir um 100 mílur frá járnhraut, 250 mílur frá lækni, símastöð og lyfjabúð og meir en hundrað rnílur frá pósthúsi. Þeir eru fyrir utan landamæri siðmenningarinnar. Það ber við að slöngur skríða inn í hús þeirra og við og við sjá þeir tígrisdýr leynast í kjarrskóginum. Þeir dvelja innan um þetta fólk einungis í þeim til- gangi, að leiða það út úr myrkrinu til Jesú, sem er ljós heimsins og líf hans. Sao Paulo, Brazilía. N. P- Neilsen. Hvenær munu menn fara að ihuga jtetta og skilja að það er rangt að hafa um hönd það, sem er þeim sjálfum, eignum, heilsu og lífi annara til skaða. Væri ekki betra að nema staðar og ígrunda þetta, áður en vindlingareykingin komi á það stig að ekkert meðal geti læknað hana.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.