Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 13
STJARNAN 141 Hvers vegna ekki núna? Er nokkuð sem þú ert að bíÖa eftir, kæri vinur, fyr en þú ákve'Öur að verSa kristinn ? Það eru því miður margir, sem eru aÖ bíÖa og bíÖa. Þú ert ef til vill einn af þeim. ÞaÖ eru menn bæÖi í og fyrir utan kirkjurnar, sem þekkja sannleikann og hafa orÖiÖ fyrir áhrifum Guös orðs. Þeir hafa skynbragÖ á rétta kenningu. Þeir hafa í hyggju aÖ taka sporiÖ og fylgja Kristi eftir. En einmitt núna i bilinu er eitthvaÖ, sem hamlar þeim frá því að gjöra það. Er því þannig varið hjá þér? Snú þú ekki bakinu við mér þótt eg beini spurningu að þér. Hún er þess virði að ígrunda og svara ef þú getur. Eftir hverju ertu að bíða? Ælar þú að bíða þangað til að þú veik- ist? Það mun vissulega ekki vera heppi- legur tími. Það skilur þú sjálfur. Þeg- ar þér er varpað á bedda þjáninga, þegar hugur þinn er órólegur og þú ert angist- arfullur, þegar það er þér erfitt að hugsa réttilega—getur það verið hentugur tími til að hugsa um afstöðu þína gagnvart Guði? Tala þú ekki þannig. Ætlar þú að bíða þangað til að þú verð- ur gamall? Heldur þú að það muni verða heppilegur tími? Ef þú heldur það, þá hefir þú ekki hugsað vel um þetta mál. Þú ætlar að veita Guði þjónustu þína, þegar kraftar þínir eru komnir að þrotum og þú ert orðinn ófær um að vinna- Þú ætlar að koma til hans, þegar hin andlegu öfl þin eru farin að sljófgast og minnið farið að bila! Þú ætlar að segja skiliö við heiminn, þegar þú ert ekki fær um að halda lengur í hann! Þú ætlar að festa hugann og áform þín við himneska hluti, þegar þú ekki lengur getur fundið neitt á jörðinni til að festa þau við. Getur það verið ákvörðun þín?—Varastu að gjöra gys að Guði ? Ætlar þú að bíða þangað til að þú fœrð nœgilegan tíma? Hvenær muntu öðlast nægilegri tíma en einmitt nú? Hvert ár sem þú lifir, mun virðast þér styttra en hið undanfarna. Annríkið eykst, þú hef- ir meir að hugsa um, kraftarnir réna og tækifærin til aö gjöra það verða færri. Þar að auki veizt þú ekki hvort þú munir lifa til næsta dags. Þú veizt ekki hve langan tíma þú átt eftir ólifað. Nú er hinn hentugi tími. Ætlar þú að bíða þangað iil að djöfull- inn lœtur þig í friði og nœði ganga Kristi á hönd? Satan sleppir ekki einni einustu sál, án þess að spyrna á móti. Ef þú ætlar þér að verða hólpinn, þá verður þú að heyja stríð til þess að verða það. Skjóttu því ekki á frest einn einasta dag. Komdu nú! Enginn kross, engin kóróna. Ætlar þú að bíða þangað til að það ekki lcngur er nokkurn kross að bera? Sú tið mun aldrei koma. Eins lengi og syndin er þrándur í götu og vér erum spiltir af henni, svo lengi munum vér mæta erfiðleikum, ef vér ætlum að vera trúfastir hermenn Krists. Byrja þú í þeim styrkleika, sem Drottinn veitir þér og muntu sigur vinna. Þar sem enginn kross er þar mun ekki heldur vera nein kóróna. Ætlar þú að bíða þangað til að allir kringum þig hafa ákveðið að fyigja Kristi. Sú tíð mun aldrei koma. Það er aðeins á himnum að allir eru heilagir og fullkomnir. Hér á jörðinni ríkir syndin og börn Guðs eru aðeins lítil hjörð. Þú verður að sætta þig við að ganga einsam- all og róa á móti straumnum. “Því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann.” Bíddu ekki eftir vinum þín- um og nágrönnum; reyndu heldur að vera meðal hinna fáu. Ætlár þú að bíða þangað til að hliðið verði vítt? Sú tíð mun aldrei koma. Það

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.