Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 4 7 Dásemdarverk Drottins Stærsti sjónauki heimsins er í stjörnu- turninum á Wilson’s f jallinu í Californíu. Sjóngler hans er hundrað þumlungar aS þvermáli. f honum geta menn sé8 sólina í nálægð þótt hún sé í 93 miljón mílna fjarlægð. ÞokustirniÖ Adromeda er fimm biljón sinnum fjær jöröinni, en samt sem áÖur eru himinhnettir í miklu meiri fjar- lægð heldur en þessi stjarnakerfi i 750 kvintiljóna fjarlægð (^750,000,000,000,- 000,000,000,000.000,000 000. J, skoðaðir í þessum sjónauka. Nú eru menn á rafmagnsverkstæði í Vestur Lynn, Mass. að búa til nýjan stjörnukíki. Sjóngler hans á að vera tvö hundruð þumlungar að þvermáli, eða helmingi stærri en það, sem áður er nefnt. Með honum gjöra menn sér von um að geta uppgötvað stjörnukerfi í tveggja sextiljóna mílna fjarlægð 2,000,- 000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,- 000.). Skilningur vor getur ekki gripið slíkar tölur. Hvílík undrun og aðdáun fyrir almættisverkum Guðs fyllir ekki hjörtu vor er vér minnumst þess, að öllum þess- um hnöttum og sólkerfum er haldið uppi og stjórnað á brautum sínum af Guði, skapara alheimsins, Drotni vorum og Herra, honum, sem osss er leyft að kalla Föður vorn. Nú skulum vér athuga hvað Guð sjálf- ur segir um þennan her himinsins: “ViS hvern viljið þér samlíkja mér, að eg sé honum jafn? segir hinn Heilagi. Hefjið upp augu yðar í hæðirnar og litist um: Flver hefir skapað þetta ? Hann, sem leiðir út her þéirra með tölu og kallar þær allar með nafni; sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli, veröur einskis þeirra vant. .. .Veiztu þá ekki—hefir þú ekki heyrt, að Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar; hann þreytist ekki, hann lý- ist ekki, speki hans er órannsakanleg.” Jess. 40:26-28. Jesús, Orð Guðs, skapaði alheiminn. Það er Jesús sem hér er um að ræða. Orð Ritningarinnar nema brott öll tvímæli í þessum efnum. “í upphafi var orðið [það orð sem varð hold og bjó með oss], og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í upp- hafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið.” Jóh. 1 :i-3. Páll postuli vitnar hið sama er hann talar um Son Guðs, sem var með Föðurn- um í sköpun allra hluta. “I samfélaginu við hann eigum vér endurlausnina, fyrirgefning syndanna. Því að hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar skepnu; enda var alt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og ósýnilega, hvort sem eru hásæti eða herradómar eða tign- ir eða völd, allir hlutir eru skapaðir fyrir hann og til hans. Og sjálfur er hann fyrri en alt og alt á tilveru sína. í honum.” Kól. 1 :i4-i7- Salómó konungur gefur sama vitnis- burðinn er hann skýrir frá uppruna hlut-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.