Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 10
154 STJARNAN Skóla-eftirlitsmaður stjórnarinnar gefur skýrslu yfir Indíánaskólana Eftirfarandi grein er ágrip af skýrslu eftir umsjónarmann hins opinbera skóla- kerfis í La Paz í Bolivia, SuÖur-Ameriku, sem prentuS var í skólablaSið “Education Nueva,” eftir aS hann hafSi vitjaS kristni- boSsskóla vorra á því svæSi: “Sjöunda dags Adventista kristniboS- inu hefir hepnast aS komast í náiS sam- band viS Indíánana og ná tökum á þeim. Já, meira en þaS, Indíánarnir hafa breytt lifnaðarháttum sínum til þess betra.. Eins og stendur lifa, sér í lagi á hálend- inu, mörg þúsund Aymara Indíánar, sem eru áheyrendur viS evangelískar guSs- þjónustur, og.....þar eru miklar bygS- ir! og jarSeignir, og rúmgóSar skólabygg- ingar, bjartar, loftgóSar og þægilegar. Þessar skólabyggingar hafa veriS reistar af meSlimum ofannefnds kristniboðsfé- lags, meS aSstoS Indíánanna, sem höfSu löngun til aS “læra,” sjálfum sér og börn- um sínum til þess bezta. “Þeir Indíánar, sem hafa fengib ment- un sína i skólum Sjöunda dags Adventista ........skilja hvernig þeir eiga aS halda heimilum sínum hreinum. Þeir halda sér algjörlega frá öllum áfengisdrykkjum, já, þaS er aS öllu leyti ómögulegt aS koma þeirn til aS smakka áfengi. Ekki heldur tyggja þeir tóbak hinna innbornu manna. Þeir eru mjög svo fastheldnir í því aS gjöra skyldu sína í öllum greinum. “Þau viSfangsefni, sem yfirvöldin hafa annaÖhvort ekki vitaS hvernig þau ættu aS fara meS, eöa hafa ekki viljaÖ eiga viS landinu til góSs, hafa nú veriS leyst af hendi af NorSur-Amerísku kristniboÖi Sjöunda dags Adventista. Sannleikurinn er sá, aS þetta kristniboS hefir skiliS, aö eini vegurinn til aÖ geta gjört nokkuð fyrir Indíánana, er aS komast í samband viS þá og menta Indíána kennara. Og nú hafa þeir meÖ mörgum erfiSleikum og peningaútlátum mentaS þá. Nú hafa þeir náS þangaÖ, aS Indíána kennari.... .hefir persónulega áhuga fyrir mentun nemenda sinna og gjörir sitt ytrasta til aS þeir verSi áreiðanlegir og “karakter”-fastir menn—þaS er þaS bezta af þvi öllu— færir um aS standa á móti öllum löstum og breyskleika þjóSar sinnar. Af þeirri ástæSu hefir þaS hepnast skólum Advent- istanna aS lyfta Indíánunum upp úr löst- um og eymd, sem þeir áður lifSu í. “Hvernig hafa þeir komiÖ þessu til vegar með svo góSum árangri? ÞaS er skeS meS því aS dvelja meÖal þeirra sem lifandi dæmi upp á algjöra hreinskilni, réttvísi löghlýSni og trú. Þetta dæmi hefir valdiS þessum miklu framförum og gjört úr Indíánunum hrausta menn bæSi til sálar og líkama.” Andstæð öfl ('NiÖurl. frá bls. 152) öllu frelsi og hann er eins ósjálfbjarga og djöfulóSi maÖurin í Kapernaum. Samt sem áSur er ekki öll von horfin. Vér getum sigrast á hinum vonda eins og Jesús sigraÖi hann meS GuSs orSi. GuS stjórnar ekki hjörtum vorum án vors samþykkis, en ef vér óskum eftir því aÖ þekkja vilja hans og hlýSa honum, þá hefir hann lofaS: “þér. .. .munuÖ þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.” Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja hans, hann mun komast aÖ raun um, hvort kenningin er frá GuÖi, eSa eg tala af sjálfum mér.” Jóh. 8 ^32; 7 :i7_ Sá, sem trúir þessum loforSum, mun frels- ast úr neti villunnar og sigrast á valdi syndarinnar. ÞaÖ stendur í valdi mannsins aS kjósa leiStoga sinn. Enginn er svo djúpt fall- inn, enginn er svo siSferSislega spiltur, að hann geti ekki fengiÖ fyrirgefningu og fundiÖ frelsun hjá Jesú. MyrkrahöfS- inginn mun berjast, til aS geta haldiS yfirráSum yfir þeim, sem hafa gengiS honum á hönd, en englar Drottins munu ganga í liS meS þeim, sem snúa sér til GuSs og munu þeir bera sigur úr býtum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.