Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 14
STJARNAN I5ö Vitnisburður manna um Kriát Skoðun vor á mönnum þarf aS vera á rökum bygS. Ef einhver biSur þig um hundrað dollara aÖ láni og þú ert fær um aS lána honum féS, þá spyrst þú fyrir um þaÖ fyrst, hvort maÖurinn sé áreiðanleg- ur. AÖ líkindum spyr þú þá, sem hon- urn kunnugir eru, og svo ákveÖur þú hvaÖ gjöra skuli. Á sama hátt getum vér ÖÖI- ast rétta skoÖun á Kristi. Vér skulum fara lögfræöisleiöina. HvaÖ segja vinir Krists um hann ? Hvað segja óvinir hans ? Ef bæði vinir hans og óvinir bera honum sama vitnisburð, þá þurfum vér ekki aÖ efast um málið. Vér skulum fyrst hlusta á vitnisburð ó- vina hans. Fyrsta vitnið er Pontíus Píla- tus, rómverskur landshöfðingi, vel heima í lögum og vel fær um að gefa álit sitt á fanga með því að líta á hann. Jesús stóð frammi fyrir honum. Hvað segir Pílatus um hann? Heimurinn, mannjöldinn heyr- ir svar hans: “Eg finn enga sök hjá honum.” Næst kemur kona Pílatusar. Ef til vill veit hún rneira um Krist heldur en sagan skýrir frá. Hvað segir hún um Krist? Það getur skeð að hún óttist að svara þeirri spurningu vegna manns síns, svo hún er óróleg og skrifar honum: “Hafðu ekkert að gjöra með þennan réttláta mann.” Hvað segir Júdas ískariot. Vér höfum enga löngun til að tilheyra félagskap hans. En hann var með Kristi í þrjú ár, borðaði með honum, sá kraftaverk hans og heyrði kenningar hans. Hvað segir hann um Krist? Hlustið á svar hans: “Eg hefi syndgað er eg sveik saklaust blóð.” Ræninginn á krossinum er næsta vitnið. Hvað segir hann um Krist? Svar hans er blátt áfram: “Þessi hefir ekkert ilt aðhafst.” Hundraðshöfðinginn sá um krossfest- inguna og var viðstaddur þegar Jesús dó. Hvað segir hann um Krist ? Sannlega var þessi maður Guðs Sonur.” Þetta nægir. Öllum vitnisburðum óvina hans á öllum timum ber saman. Þeir halda allir á lofti gæzku Krists og rétt- læti. Nú skulum vér hlusta á hvað vinir hans segja um hann. Hér er Tómás, sem ekki er mjög auðtrúa, því að hann vill hafa rök fyrir trú sinni. Hvað segir hann um Krist? Hann segir og lítur um leið á Jesúm.: “Drottinn minn og Guð minn!” Hver er vitnisburður Páls postula? Hann hefir mentun og þekkingu. Hann misti álit sitt á sjálfum sér, slepti stöðu sinni og varð kristinn, eftir að hann hafði yfirvegað málið og reiknað kostnaðinn. Hvað segir hann um Krist ? Með brenn- andi áhuga segir gamli maðurinn : “Met eg jafnvel alt vera tjón hjá yfir- burðum þeim, er felast í þekkingunni á Kristi Jesú, Drotni mínum, þvi að fyrir sakir hans hefi eg mist alt og met það sem sorp, til þess að eg geti áunnið Krist.” Hvað segja Guðs börn á öllum öldum, er lásu sama orðið og tilbáðu hinn sanna Guð og dóu i trúnni á hann. Hvað hugsa þau og segja um Krist? Gleðin yfirgnæf- ir alt í hjörtum þeirra og þau segja eins og með einum rómi: “Maklegt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóm og vizku og kraft og heiður og dýrð og lofgjörð.” Hvað segir Guð sjálfur um Son sinn? “Þessi er minn elskaði Sonur, sem eg hefi velþóknun á.” Hvað segja núlifandi kristnir menn? Allstaðar á hnettinum segja þeir með ein- um munni: “Drottinn minn og Guð minn!” Bæði vinir og óvinir ljúka upp sama munni, til að heiðra nafn hans. Er það ekki næg sönnun? Getur framar verið nokkurt vafamál um eiginleika og guð- dóm Krists?

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.