Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN x59 FRÉTTIR Fólksfjöldinn í Bandaríkjunum sam- kvæmt síðasta manntali er hundraÖ tutt- ugu og þrjár miljónir. Ibúatalan hefir aukist um 16á síÖastliÖnum tíu ár- um. Montana er eina ríkið þar sem í- búum hefir fækkað. Skýrslur frá Danmörku sýna að fólks- fjölgunin er aðeins 74 fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Þetta er það lægsta sem hefir verið síðan ófriöarárið 1864. Hið söguríka Waldorf-Astoria gisti- hús á 34. stræti og 5. Avenue í New York var rifið niður og áformað var að reisa 84 lofta byggingu í staðinn. Samt sem áður var þessu áformi breytt og á nú hin nýja bygging að vera 102 loft. Á þakinu á að vera loftskipastöS, til þess að langferða flugmenn geti lent og lagt af stað frá miðbænum. Hæð þessara loft- skipastöðvar frá strætinu verður 1248 fet. Fyrir nokkru brann hin mikla Union Pacific bryggja í Seattle til kaldra kola, og nam skaðinn miljón dollara. Þessi bruni sendi fimm slökkviliðsmenn og einn verkamann á spítala, en þessi mikli elds- voði stafaði af því, að maður nokkur, sem þar vann, henti kæruleysislega frá sér rjúkandi vindlingi og byrjaði þannig að brenna undir gólfinu á ytri enda bryggj- unnar. í Utah ríkinu er bannað með lögum að festa upp tóbaks auglýsingar. í Japan hafa lögin í mörg ár bannað mönnum að selja börnum og unglingum vindlinga, en hér í þessum löndum sjáum vér kornunga pilta og stúlkur reykja af kappi. Skattar á vindlingum árið 19129 í Bandaríkjunum námu $341,951,000 og var sú upphæð 78 prócent af öllum tóbakssköttum. STJARNAN kemur út mánatSarlega. tttgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar |1.50 um fLritS í Canada, BandarikJ- unum og á Islandi. (Borgist fyriríram). Ritstjðri og ráCsmaCur : DAVÍO GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St.. Winnipeg, Man. Rhone: 31708 Þúsundir manna af lömuðum, höltum og blindum á Svisslandi fara í níunda skifti pílagrímsferð sina til Lourdes. Bær þessi stendur í frönsku Pyrnea fjöll- unum og pílagrímar þyrpast þangað hóp- um saman. Álit bæjarins sem aðsóknar- stöð pílagríma hófst áriö 1858. Sagt er að María mey hafi opinberast þrettán ára gamallí stúlku í hinum nafnfræga lundi. Vatnsuppsprettan í þessum lundi hefir í sér læknandi kraft, eftir því sem menn segja. Árið 1889 reistu menn þar kirkju. Nú ferðast þangað að minsta kosti á ári hverju hálf miljón kaþólskra píla- gríma. Mörg eru brögð þeirrar kirkju til að halda fólkinu niðri í hjátrú og van- þekkingu. Hátíðleg kirkjuvígsla fór nýlega fram í Bjarkey í Svíþjóð til minningar um post- ula Norðurlanda, Ansgar, og kristna höföingjann sænska, Hergeir. Vígslan var byrjun á hátíðahaldi því, sem sænska kirkjan hélt í ellefu hundruð ára minningu þess, að Ansgar byrjaði starf sitt í Sví- þjóð, og fjögur hundruð ára fagnaðarhá- tíð yfir útgáfu Ágsborgar-trúarjátningar. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru við þetta tækifæri, var konungur Svía, og margir af konungsættinni. Tuttugu og sex biskupar voru einnig viðstaddir, tólf frá Sví.þjóð, sex úr Norvegi, sjö frá Danmörku, einn frá Finnlandi og einn frá Letlandi.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.