Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 5
4 STJARNAN 181 * \ * Handleiðsla Guðs í æskublaði nokkru segir kristniboðs- kona, Helen A. Steinhauer aÖ nafni, frá ferS á seglskipi, sem sigldi frá Jamaica til New Orleans fyrir mörgum árum. Foreldrar hennar voru kristniboÖar send- ir út frá Bræðra-söfnuðinum. Hleilsa þeirra var farin að bila, svo ákveðið var að þau skyldu færa sig 1 svalara loftslag. Þau réðu af að taka sér far með seglskipi til hafnar við Mississippi fljótiö. Á leið- inni hrepti skipið óveður mikið, sem hrakti það langt út af leið þess. Síðan kom blíða logn svo að ómögulegt var að sigla. Skipið hafði aðeins fárra daga matarforða og brátt varð að- takmarka fæðuna bæði fyrir farþega og skipverja. Ungfrú Steinhauer segir svo frá: Dagar og vikur liðu. Þjáningar vorar voru hræðilegar. Eg man eftir því að eg át skinnvetling, til að reyna að seðja hungur mitt. Það sem okkur var gefið til fæðis, var hálf tvíbaka og mörk af vatni á dag—það var lítið fæði og því minni drykkur, þar sem við vorum undir steikj- andi sólarhita. Sumir drukku vatnið undir eins og þeir fengu það, aðrir dreyptu á því, en sleptu því ekki úr höndum sér af ótta fyrir að þeir mundu missa það. Tungur okkar bólgnuðu smám saman af hinum lang- varandi þorsta, svo að við gátum ekki látið aftur munninn. Móðir mín varð þess vör, að það linaði þjáningar dálítið, að dýfa klæði i sjóinn og vefja því um hálsinn- Ó, að hugsa sér þá raun, að sjá vatn, vatn, alt umhverfis okkur en ekki dropa af neysluvatni. Hungrið olli mikl- um þjáningum, en kvölinni, sem við liðum .þorstans vegna, verður ekki með orðum lýst. Fjórar vikur voru nærri liðnar síðan við létum í haf frá Jamaica og nú var á- kveðið að varpa einum þeirra, sem á skip- inu voru i sjóinn, til þess að hin litla fæða, sem eftir var, gæti enst degi leng- ur. Um kveldið átti að varpa hlutkesti hverjum skyldi kasta útbyrðis, en árang- urinn átti ekki að gjörast heyrínkunnugt fyr en rétt áður en skamturinn væri gef- inn. Þessi ráðstöfun var gerð í þeirri von, að björgun kynni að koma áður en til framkvæmda kæmi. Faðir minn og spánverskur maður sváfu uppi á þilfarinu; en móðir mín og eg fórum í rúm okkar niðri í káetunni. Stöðugar bænir um hjálp stigu upp til Guðs frá því fyrsta, samt sem áður ásetti móðir mín sér að vera alla nóttina á bæn til Guðs. í dögun sofnaði hún yfirkomin af þreytu og vaknaði ekki fyr en faðir minn kom ofan og sagði: “Elskan mín, eg held að við sjáum segl.” “Ó,” sagði mamma þreytulega, “það fer fram hjá okkur eins og öll hin skipin.” Við höfðum hvað eftir annað haldið, að við sæjum skip, sem liðu fram hjá eins og daufir deplar yzt úti við sjóndeildar- hringinn í vestrinu; en þau höfðu öll ver- iö svo fjærri okkur, að ekki hafði tekist að vekja athygli þeirra. En svo kom henni í hug hvernig hún hafði verið alia nóttina á bæn og segir hún þá: “Nei, Guð fyrirgefu mér ! það er svar upp á bæn mína. Það skip mun koma okkur til hjálpar.” “Vertu ekki alt of örugg, elskan mín,”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.