Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 8
184 STJARNAN þessar nýju helgunarkenningar, aS eg hefi ekki haft mikinn tíma til aÖ lesa.” Eftir þessu aÖ dæma, Jóhannes, er þaÖ auðsætt, að ef þú ert helgaður, þá er það ekki samkvæmt reglum Guðs orÖs- RæÖu- maÖurinn, sem talaði á miklu samkomunni haföi ekki orðið fyrir neinum innblástri frá Guði, en Pétur postuli hafði og hann staðhæfir að við skulum vaxa i náð og þekkingu Drottins vors og Frelsara Jesú Krists, að við eigum að sækjast eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu mjólk, til þess að við getum fyrir hana vaxið til Irjálpræðis. Hann áleit að, andlegur vöxt- ur væri undir þekkingu kominn. Þekk- ing á Guðs orði er grundvöllurinn undir andlegum vexti og þroska. Sú ímyndun að maður geti orðið helgaður með þvi að krjúpa á kné og biðja um hana, án þess að taka á móti sannleikanum sér til fram- fara og þroskunar, er jafn heimskuleg og ef menn héldu að þeir gætu fengið lík- amlega krafta með því að biðja einungis, þótt þeir samtímis vanræktu að neyta fæðu. Minnist þess að Guð segir: “Vax- ið.” Hann vill að við náum andlegum þroska, andlegri fullkomnun eins og barn vex og verður fullþroskaður maður, eða eins og fróangi þroskast og verður full- vaxið tré, sem ber ávöxt. “Tökum til dæmis eplatré, sem er tekið frá gróðrarstöðinni. Það eru aðeins fá- ein blöð, sem eru byrjuð að vaxa. Þig langar ekki til að biða þrjú löng ár áður en eplin byrja að koma. Þú kærir þig ekki um að undirbúa jarðveginn kringum það og sníða greinarnar. Þú hugsar með sjálfum þér: ‘Guð er svo góður. Hann hefir lofað að gefa okkur það, sem viö i trú biðjum um, svo eg þarf ekki að bíða.’ Því næst krýpur þú á kné og biður: ‘Ó, Drottinn, gefðu að eplatréð skjóti nú upp. Ó, Drottinn, láttu það verða fullvaxiö og bera ávöxt undir eins.’ Heldur þú að Guð mundi svara bæn þinni ?” “Auðvitað ekki. Tréð verður að vaxa og það tekur tírna.” “En kristinn maður þarf líka tíma til þess að vaxa- Eftir aö'Páll postuli hafði prédikað fagnaðarerindið í mörg ár og fengið margar opinberanir frá Guði, rit- ar hann meðlimum safnaðarins í Filippi- borg á þessa leið: “Ekki svo að eg hafi þegar náð þvi eða sé þegar fullkominn, en eg keppi eftir því, ef eg skyldi geta höndl- aö það, með því að eg er höndlaður af Kristi Jesú.” Ef Páll var ennþá ekki fullkominn, eftir að hann hafði bæði starfað og þolað svo margar ofsóknir, hvernig getur þú þá vonast eftir að vera fullkominn eftir að hafa beðist fyrir í einn klukkutíma?” “Eg hefi mætt mörgu alvarlega trúuðum biðjandi mönnum, sem hafa lagt stund á að rannsaka Guðs orö. Eg þekki menn, sem hafa svo árum skiftir varið fleiri klukkutímum á knjánum á hverjum degi, til þess að lesa í Biblíunni. Enginn þess- ara manna hélt fram fullkomnunar-kenn- ingunni, enginn þeirra þóttist vera heilag- ur. Því meir sem þeir skoðuðu sjálfa sig í þessum guðdómlega spegli, þvi betur sáu þeir sína eigin synd og spillingu og því auðmýkri urðu þeir. Aftur á móti hefi eg mætt mörgum hreinskilnum mönnum, sem án efa reyndu að gjöra alt hið bezta er þeir mögulega gátu, og álitu sjálfa sig heilaga. Enginn þeirra var vel heima í Ritningunni. Þeir höfðu fáeina uppá- halds texta í Biblíunni, sem þeir endur- tóku aftur og aftur, en “helga þú þá meö sannleikanum ; þitt orð er sannleikur” var ekki meðal þeirra. “Eg skal segja þér, Jóhannes, að það væri betra að rannsaka hvað Ritningin segir um fullkomnun og heilagleika, held- ur en að trúa þvi, sem sagt er af fávísum mönnum, jafnvel þótt hreinskilnir séu. Það er háleitt og yfirgripsmikið, þegar andi, sál og líkami eru algjörlega helguð Guði, þegar heilagleiki er skráður í hverri hugsun og hverri tilfinningu. Þaö er há- leitt að lifa flekklausu lífi í heiminum. Einungis með því að gefa okkur fullkom- lega Guði á vald og læra af honum, get- um við lifað heilögu lífi.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.