Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 1
&oö og Hilja Guðs orÖ leggur hinum sanna söfnuði á þessum síÖ- ustu timum þessi orÖ í munn: “Eg er narissa [rós eða blóm] á Saron-völlum, lilja í dölunum.”—Sarons rós óx á hinum grösugu unaðsfögru völlum, sem voru beiti- hagar konungsins. Jesúm langar til að gjöra þig og mig að angandi litfagurri rós í þessum syndumspilta heimi, til þess að við hjálpum öðrum til að öðlast fvrir- gefningu syndanna eins og hann fúslega fyrírgaf okkur þegar við játuðum þær, og til þess að þeir verði hlut- takandi í hinu guðdómlega eðli hans. Jesús er á gægj- um til að vita hverjir eru á leiðinni til hans. Eátið hann ekki verða fyrir vonbrigðum. Hann bíður eftir öllum. “Lilja í dölunum.” Hversu leðjukendur sem jarðveg- urinn í dalbotninum kann að vera, þá er liljan, sem þar vex, æfinlega snjóhvít. Þannig á hinn kristni að vera í þessum heimi, jafnvel þótt synd og óguSleiki um- kringi hann á allar hliðar. Jesús var uppalinn x svo óguðlegri borg, að annara borga menn héldu að ekkert gott gæti komið úr Nazaret, samt sem áður var hann syndlaus. Hann langar að ífæra alla menn réttlætis skikkju sína, til þess að þeir í augum Guðs líti út eins og óflekkuð lilja. Eigum vér ekki að leyfa Jesú að gjöra.það nú? —D- G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.