Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN 187 I tíma.”—Þegar Helen hafÖi lesiS þessi vers, bætti hún því við: “Þá verður John \ þar lika.” “Eg skil nú að þetta er hið allra bezta,” sagði hr. Syversen með hægð. “Móðir mín er aðeins sofnuð, og ef eg er reiðu- búinn, þá getum við samtímis farið til himna.” “Við geturn einnig litið á aðra hlið þessa máis,” sagði rnaður Hielenar. “Brún gamli var óneitanlega stórsyndari, því að hann myrti bæði móður sína, konu og börn- En samkvæmt skoðun flestra manna, þá fær fyrsti morðinginn, Kain, sex þúsund ára lengri hegningu heldur en hr. Brún. En samkvæmt því, sem Ritningin segir, þá mun hegning þeirra byrja samtímis.” Að lokum mælti frú Syversen: “Þetta er alt nýtt fyrir mér, en það sem er rnest áríðandi fyrir okkur öll, er aS lifa þannig að við getum mætt ástvinum okkar aftur, þegar Jesús kemur. Það er nokkuð, sem er þess virði að keppa eftir. i \ Fáar jólagjafir eru eins kærkomnar hugsandi mönnum og konum og góSar og fræðandi bækur. Á skrifstofu Stjörnunn- ar höfum vér nokkrar bækur, sem eru þess virði að eignast. Frá Rœðustóli Náttúrunnar. Inndæl bók prentuð á íslandi. Frágangurinn er hinn bezti að öllu leyti, stillinn mjög skýr, með litmyndum og í fögru sterku bandi aðeins $2-00. Heimilislœknirinn og Heilbrigðisvörð- urinn er lækningabók, sem ætti að vera á hverju einasta íslenzka heimili. Hún er á fimta hundrað blaðsíður með litmynd- um og öðrunr myndum og kostar í fögru sterku bandi $5.00. Deilan Mikla er fullkomnasta siðabóta- saga, sem nokkurn tíma hefir komið út á íslenzku. Kostar í bandi með leður á kjöl og hornum, $4.50 og í skrautbandi $3-5°- Vegurinn til Krists er inndæl bók, sem lyftir huga manns til þess góða. I fögru léreftsbandi kostar hún $1.20, i litmynd- aðri kápu aðeins 35 cents. Prófsteinn Aldanna er saga hins mikla minnisvarða, sem Drottinn sjálfur hefir reist í Eden. I kápu 25 cents. Tákn Tímanna er fræðandi bók fyrir þá, sem vilja skilja þessa tíma. í bandi $1.00. Munið eftir að árgangur að Stjörnunni er æfinlega kærkomin jólagjöf. Vér sendum þessar bækur hvert sem vera skal í heim fyrir ofannefnt verð- Skýr útanáskrift og borgun verða að fylgja pöntuninni. Davíð Guðbrandsson. 306 Sherbrook St., Winnipeg, Man., Can.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.