Stjarnan - 01.02.1932, Page 1

Stjarnan - 01.02.1932, Page 1
STJARNAN r Stjörnuhimininn “Himnarnir segja frá GuÖs dýrð og festingin kunn- gjörir verkin hans handa.” Sáím. 19:2. Arið 1798 sigldi Napóleon mikli yfir Miðjarðarhafið með mikinn her. Eitt fagurt kveld sátu hinir frönsku herforingjar á þilfarinu og ræddu það mikla mál, hvort nokkur Guð væri til. Skiftar voru skoðanir þeirra og ekki komust þeir að neinni niðurstöðu. Napóleon var á gangi um þilfarið og tók engan þátt í umræðum for- ingjanna. Að lokum segir einn þeirra við hann: “Herra, hvað haldið þér um þetta?” Napóleon nam staðar, lyfti hægri hönd sinni, benti þeim á stjörnurnar og sagði: “Herrar mínir, hvað ætlið þér að gjöra við allar þessar?” Stjörnurnar ljómuðu í allri sinni dýrð uppi yfir þeim og það varð þögn í foringjahópnum, því að þekking þeirra og skilningur sögðu þeirn, að öll þessi himintungl og sólkerfi hefðu ekki getað orðið til af sjálfu sér, því að samkvæmt órjúfanlegum lögum fylgdu þau ákveðnum brautum. Þar sem lög eru, þar er ávalt einhver löggjafi, það bregst aldrei. Drottinn sjálfur býður oss að skoða himinhvelfinguna til að sannfærast um tilveru hans: “Hefjið augu yðar í hæðirnar og litist um: Hiver hefir skapað þetta? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni; sökum mikil- leiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli, verður einskis þeirra vant.” Jes. 40:26. —D. G. FEBR., i93í WINNIPEG, MAN. Verð: 15C 1 ,J

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.