Stjarnan - 01.02.1932, Side 6

Stjarnan - 01.02.1932, Side 6
22 stjarnan “Þegar þér kornið heim þá lesi'ð með athygli Jes. 19. kap. og Ez. 29. og 30. kap. Hvert einasta vers er áríðandi og þýðing- armikið. Eg skal aðeins nefna fáeinar helztu setningarnar. “Ezekíel hefir með fáum orðum, sagt sÖguna eins og hún hefir gengið í þessi 2,500 ár, og mætti fylla mörg bindi, til að skýra frá því, sem við hefir borið, sam- kvæmt því sem fyrir s-ar spáð. “Og þar munu þeir vera lítilf jörlegt ríki. Það mun verða lítilf jörlegra en hin ríkin, og ekki framar hefja sig upp yfir þjóðirnar, og eg gjörði þá fámenna, til þess að þeir geti ekki drotnað yfir þjóð- unum.” “Þá munu stoðir Egyptalands falla, og hið dýrlega skraut þess hníga . . . og það mun verða að auðn innan um eyði- lönd, og borgir þess munu liggja innan um borgir, sem eru í rústum.” “Þegar eg gjöri Egyptaland að auðn, og það er eytt orðið og svift gnægtum sínum.” “Og eg mun þurka upp árkvíslarnar, og selja Egyptaland í hendur illmenna, og láta út- lenda menn eyða landið og öllu sem í því er. Eg, Drottinn hefi talað það. Eg . . . . uppræti .... höfðingjana af Egyptalandi, svo að engir skuli þar framar til vera.” Ez. 29:14.15; 30:6.7; 32:15.; 30:12. 13. Hftr. Einarsson stóð nú upp og sagði: “í minni Biblíu Ez. 29:19 og 30. kap. 10. 11. og 24. versi, þá les eg að spámaður- inn talar um Nebúkadnesar sem þann er hegna mundi Egyptalandi. Konungurinn af Babýlon átti að framkvæma eyðilegg- inguna en hún átti sér stað löngu fyrir tíma Nebúkadnesars og var þess vegna af annara völdum.” “Hr. Einarsson, ef þú vilt athuga ná- kvæmlega báða þessa kapítula, þá muntu sjá, að í 29. kap. eru 16 vers af spádóm- um, áður en Nebúkadnesar er svo mikið sem nefndur á nafn. Sömuleiðis í 30. kap. eru 9 vers af spádómum áður en minst er á konung Babýlonar. “Hver einasta setning í versum þessum hefir mikið innihald. Ákvæðið gegn Edom, Kaldea og Babýlon er algjör eyði- legging. Með Egyptaland var það öðru máli að gegna. Hinn órjúfandi dómur þess var niðurlæging og afturför. Það átti að halda áfram að vera til, en ekki hafa yfir- ráð, þvert á móti, útlendingar áttu að stjórna landinu. Vér þurfum aðeins að athuga ástand Egyptalands 600 árum eft- ir að þessi spádómur var gefinn, til þess að sjá og viðurkenna að spádómurinn hafði ekki rót sína að rekja til mannlegrar vizku eða framsýni. Á hérvistardögum Krists var ekkert, sem bæri vott um að Egyptaland hefði þegar runnið skeið sitt. Það var ennþá auðugt og voldugt ríki. “Þegar Ágústus hafði unnið sigur yfir Antoníus, þá fann hann svo mikinn auö í Egyptalandi, að hann með honum gat borgað hermönnum sínum og mætt öllum þeim útgjöldum, sem af stríðinu leiddi. Jafnvel eftir að hann hafði tekið alt sem hann girntist, áleit hann Egyptaland svo voldugt að hann átti ekki undir að fá stjórn landsins í hendur nokkrum aðal- bornum eða háttstandandi manni, af ótta fyrir að hann yrði keppinautur hans. H'ann setti mann af lágum ættum, Korne- líus Gallus fyrir landstjóra þess. Hann synjaði einnig Alexandríu um héraðs- stjórn, og leyfði engum Egypskum manni sæti á þjóðþingi Rómverja. “í 60 ár eftir þetta hélt Alexandría á- fram að vera helzta verslunarborg Róma- veldis og auðug að fé. Á þessu tímabili hefði vantrúarmaður getað lesið spádóm Ezekíels með fyrirlitningar bros á vörun- um, og bent hinum trúaða á óuppfylta spádóma. Að visu var nokkuð af spá- dóminum uppfylt, landið var undir stjórn útlendinga, en eyðilegging þess virtist vera jafn fjarlæg eins og þegar spádómurinu var gefinn, 1000 árum áður. “Hundrað árum seinna var Egypta- land svo voldugt, að Arabar þorðu ekki að ráðast á það, þótt þeir annarstaðar hefðu unnið hvern sigurinn á fætur öðru. Egyptar höfðu verið rik og voldug þjóð í 2000 ár áður en Rómúlus og Remus lögðu grundvöll Rómaborgar. Róm reis

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.