Stjarnan - 01.02.1932, Page 10

Stjarnan - 01.02.1932, Page 10
2Ó STJARNAN ViÖ vissum aÖ ekki yrði hægt að bjarga húsinu, sem kviknaÖ var í, en viÖ brutum niður og rifum burt þann hluta þess, sem eldurinn hafði ennþá ekki læst sig í, svo bálið yrði ekki eins mildð. Einhver æpti að barn væri inni í hús- inu, sem væri að brenna, eg bjó mig til að brjótast inn og frelsa barnið, en er eg hafði rennvætt öll föt mín og brotið glugga til að komast inn, þá var fullyrt að barnið væri úti. Það sem eyðilagðist var aðeins þetta eina hús, og nokkrar ln'ndur og kálfar, sem ekki var hægt að ná út. Rétt eftir að eldurinn var slöktur komu sumir fiskimennirnir heim. Bæði menn og konur söfnuðust saman kring um okk- ur og störðu á okkur frá sér numin. Þeir skildu ekki í því, hvernig vér, sem þeir álitu hættulegri en glæpamenn, skyldum hafa lagt svo mikið á okkur þeirra vegna. Fólkið var innilega þakklátt fyrir hjálpina, jafnvel þó það væri hrætt við tröarbrögð vor, en margir veittu því eftir- tekt, að dýrðlinga myndirnar, sem þeim haf ði verið lcent að tilbiðja, gátu ekki svo mikið sem varðveitt sjálfa sig, því þær, sem inni voru í eldinum höfðu brunnið til ösku. Aðra nóttina eftir að við fluttum vakn- aði eg við að Gorelic kallaði upp og i sama bili skaust maður út um gluggann, annar var fyrir utan, hann hefir að lík- indum átt að standa á verði. Þetta var einn útlaganna, sem við höfðum kynst í fangelsinu. Dótið okkar var út um alt gólfið, og það lítið sem við höfðum af peningum var horfið. Við veittum þjófunum eftirför en gát- um ekki handsamað þá. Seinna var okkur sagt að þorpsbúar, og jafnvel lögreglan áliti óhjákvæmilegt að taka tillit til venju þeirrar, sem viðgekst hjá þjófunum við- víkjandi hegningu glæpamanna. Eög- reglan var sem sé ekki nógu fjölmenn til að hafa fullkomið vald yfir þeim. Þjófareglan var þessi, að ef maður var handtekinn meðan hann var að stela, þá mátti afhenda hann lögreglunni, eða sá, sem tók hann hegna honum sjálfur, það var álitið rétt. En ef þjófurinn komst í •burtu, þá mundi kæra gegn honum, þótt sannanir væru nógar, aðeins leiða hatur og hefnd alls þjófaflokksins yfir kærand- ann. Fleiri tilraunir voru gjörðar til að kom- ast inn á herbergi okkar En eftir þetta gættum við þess að dyr og gluggar væri vel lokað. Fólkið, sem við nú vorum hjá var vin- gjarnlegt við okkur, og fyrir áhrif þess hvarf að nokkru leyti óhugur sá, sem þorpsbúar höfðu á trúarbrögðum okkar. Það kom oft fyrir að fólk kom til okkar með spurningar viðvíkjandi Biblíunni, en þeir komu heimuglega, því ef aðrir vissu að þeir hefðu mök við okkur, þá hefðu jafnvel ættingjar þeirra snúið baki við þeim. Einu sinni þegar við vorum á gangi fyrir utan bæinn, hafði ungur maður falið sig þar i grasinu, og er við gengum fram hjá kallaði hann til okkar og bað um samtal. Við gjörðum sem hann bað og skýröum fyrir honum undirstöðuatriðin í trú vorri. 1 búðinni þar sem við versluðum var það alloft að dóttir verslunarmannsins af- greiddi okkur, og þegar enginn var nálægt spurði hún okkur, með miklum áhuga um kenningar Ritningarinnar. Hún óskaði eftir að læra að biðja til Jesú Krists. Þeg-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.