Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 4
IOO STJARNAK Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir Daví'Ö Djarfur og fríhyggjumennirnir. . “í síÖasta fvrirlestri vorum athuguðum vér suma spádóma Gamla Testamentisins viÖvíkjandi Gyöingum,” sagði DavíÖ Djarfur. “Gyðingar hafa blátt áfram ver- ið upprættir úr landi sínu, eins og Móses hafði sagt fyrir. 5. Mós. 29:25,28. Orð- ið segir enn fremur: “Eg vil eyða landið svo óvinum yðar sem í því búa skal of- bjóða.” 3. Mós. 26:32. Takið eftir þessu, að þótt Gyðingar yrðu sviftir landi sínu, dreifðust út um allan heim og Palestína lögð í rústir, þá áttu þó óvinir þeirra að dvelja í landinu. Gat nokkuð sýnst ólíklegra? “Dean Stanley segir í bók sinni: “Syria og Palestine,” bls. 117. “Palestína er rústabæli framar öllum öðrum löndum heimsins.” Það er einkennilegt að nokkur skuli setjast að innan um slíkar rústir. Og fyrst menn settust þar að, hvers vegna ■ fjarlægðu þeir þá ekki rústirnar, eða bygðu þær upp? En hinn guð-innblásni rithöfundur sá að svona mundi fara, og sagði það fyrir, og vér, til að vitna um sannleikann, verðum að kannast við, að atburðunum ber nákvæmlega saman við spádóminn. Þótt Palestína væri eyðilögð og í rúst- um, og þjóð hennar hrakin í burtu, þá átti hún að verða heimsótt af f jölda píla- gríma, því Móses talar urn útlenda menn sem koma muni frá fjarlægu landi. 5. Mós. 29:22. Hefir þetta ræzt? Er nokk- uð annað land í heimi svo mikið heimsótt af útlendingum? Nei, ekki eitt einasta. Yfir eitt hundrað tungumál eru töluð í Jerúsalem. “Eg vil bregða sverði eftir yður,” segir Drottinn er hann talar til Gyðinganna í 3. Mós. 26:33. Saga þessarar þjóðar hef- ir verið sorglega nákvæm sönnun upp á þenna spádóm. “Tvær miljónir þeirra dóu fyrir sverði, af hungri, eða voru seldir í þrældóm, sem var verri en dauði, árið 70 eftir Krist. Svo drápu Rómverjar meir en hálfa miljón Gyðinga 60 árum seina. Saga ísraelsmanna hefir verið áframhaldandi blóðsúthellingar. í 19 aldir hefir brugð- iS sverð verið eftir þeim. Söguritarinn Milman segir þessu við- víkjandi: “Enginn æstur munkur kom skrílnum af stað, engin hörmung kom yfir þjóðina, engar illar öfgafullar frétt- ir bárust svo út, að sökin fyrir það ekki væri lögð á þessa óhamingjusömu þjóð. Þegar Svarti Dauði geysaði í Þýzkalandi, þá ásökuðu menn Gyðinga þar eins og annarsstaðar, fyrir að. hafa leitt þessa plágu yfir þjóðina, þeir fórust ekki þrátt fyrir hina almennu eyðileggingu. Lyga- sögur voru kostgæfilega útbreiddar og þeim fúslega trúað, um það að Gyðingar

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.