Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 16
Vínfíkn eða hvað? Hverjir standa bak viÖ hina öflugu tilraun til aS afnema vínbanniÖ í Banda- rikjunum? Hverjir leggja fram margar m'iljónir dollara til að skapa hreifingu, sem mun vekja mótþróa í hjörtum manna gagnvart vínbanninu. Hverjir hafa haldið samkomur í stórborgunum á austurströndinni, til þess að koma almenningi til aÖ mæla á móti vínbanninu ? Svarið upp á þessar spurningar er, að lítill hópur auðmanna hefir tekið höndum saman í þeim tilgangi að löghelga vínsöluna aftur. Samkvæmt skýrslum öldungaráðsnefndar, sem skipuð var 1930, til að rannsaka hina svokölluðu rangala- pólitík, hefir “félagið á móti vínbanns-viðbótinni við grundvallarlög Bandaríkj- anna” starfað af mesta kappi. Þetta félag hefir í langa tíð látiö í veðri vaka, að það sé fulltrúi almennings og í það heila tekið málafærslumaður hinna níörgu, sem heimta breytingu á vínbannslögunum. Það hefir gjört sér far um að fá alla til að trúa því, að fólk yfirleitt sé þreytt orðið af vínbanninu og að það mæli á móti því gegnum nefnda félag. Við rannsóknina kom það í ljós, að félagið taldi ekki fleiri en tíu þúsund með- limi, sem studdu það, og að um fimtíu miljónamæringar gáfu á einu ári ekki færri en $450,000. Það eru þess vegna aðeins um fimtíu menn, sem gefa í skyn að þeir mæli fyrir alla þjóðina. Hvers vegna eru þessir auðmenn svo fíknir í að koma vínsölunni á aftur? Rannsókn öldungaráðsnefndarinnar leiddi það greinilega í ljós, að þessir miljóna- mæringar vinna af kappi að því, að losa sig við hina miklu tekju- og verslunarfélags- skatta. Þessir auðmenn hafa sem sé reiknað út, að ef hægt væri að koma vínsölunni á einu sinni enn, á löglegan hátt, og stjórnin legði þriggja centa skatt á hvert bjórstaup sem seldist, þá myndi sá skattur færa eins mikið fé í hirzlur stjórnar- innar og nú streymir inn frá tekju- og verzlunarfélagssköttum. Það myndi engin þörf vera á þessum sköttum, ef vínið kæmist á og þar af leiðaudi myndu þessir auðkýfingar verða færir um að spara óteljandi miljónir dollara. Forstöðumenn félagsins könnuðust við, að miljónamæringarnir, sem standa bak við félagið ráði yfir fjörutíu biljónum dollara. Það er mjög svo auðvelt að lesa hugsanir þessara manna. Með einu miklu höggi vilja þeir velta öllum sköttum af herðum sér og yfir á herðar verkamannanna, sem myndu drekka meiri partinn af þessum bjór. Hinn verulegi tilgangur andstæðinga vinbannsins er þess vegna ekki “að bjarga þjóðinni undan hinum illu áhrifum vínbannsins,” eins og þeir vilja hafa það, heldur hitt, að komast hjá því að borga núverandi skatta með því að láta almenn- ing, sem þeir vona að vilji kaupa áfengi þeirra, borga þessa skatta með bjór- og brennivíns-peningum. Þetta félag hefir fulltrúa í mörgum löndum og fylla þeir dálka dagblaðanna með greinum um hversu gagnlegt það er að halda uppi löggildri vínsölu. Þessir menn eiga svo hægt nfeð að nota blöðin, því að þeir auglýsa árlega fyrir margar miljónir dollara og blöðin þora ekki annað en að ljá þeim rúm, annars fá þau engar auglýsingar frá þeim. Það sorglegasta af því öllu er aö þessir vargar í véum hafa verið færir um að blekkja mönnum sjónir og koma þeim til að trúa því að vín- hannið sé gagnslaust. Þetta er eitthvert hið argasta samsæri á móti því bezta, sem þjóðin á til í eigu sinni. Nú er um að gjöra að vera vakandi.—D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.