Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 8
104 STJARNAN uppörfun fyrir Gorelic og mig þegar vio vorum í fangelsinu. Presturinn og kona hans tóku mjög vel á móti mér. Hinn stutti tími sem eg dvaldi hjá þeim hresti mig bæSi á sál og líkama. Hánn lánaði mér þaÖ sem mig vantaði til a'Ö kaupa far- seÖilinn til Tsaritsyn, hann fékk það endurborgað litlu seinna. Gufubáturinn, sem eg fór mcÖ var betri en eg bjóst viÖ aS sjá í þessum hluta landsins, og héldum vér nú niÖur fljótiÖ “Volga.” Eg fann mig öruggari um borö í bát heldur en á landi. Eg hafÖi herbergi út af fyrir mig, og þótt eg væri nærri tvo daga á leiÖinni, þá tataÖi eg varla viÖ nokkurn mann. AuðvitaÖ voru farþegar mjög fáir, því ferSalög um fljótið eru mestmegnis um sumartimann, þá fara svo margir sér til skemtunar niður að Caspía- hafi. Þetta var snemma i október, skýin voru dimm og drungaleg og eins leit framtiðin út fyrir augum mér. En eg var mjög þakklátur vorum himneska föður fyrir aÖ hafa haldið verndar hendi sinni yfir mér alt til þessa. AÖ kvöldi annars dags komum vér til Saratov, þar átti báturinn aÖ bíða i nokkra klukkutíma. MiÖstöðvar starfs vors í Rússlandi eru í Saratov. Eg fór á land, og þar eð eg vissi utanáskriftina fann eg brátt skrifstofu vora. Þar frétti eg að starf vort gengi mjög vel, þrátt fyrir það að sumir starfs- menn vorir hefðu verið reknir í útlegð, en aðrir teknir í stríðið. Áður en eg fór um borð aftur tók eg nær því alla þá peninga, sem eg átti til góða á skrifstofunni. Það var nóg til að mæta ferðakostnaðinum heim til mín, og til að borga það sem eg fékk lánað hjá trúbróður vorum í Samara. Eftir eins dags ferð lentum vér í Tsaritsyn. Til þess að forðast óþægindi einverunnar, þá gjörði eg mig kunnugan tveimur Ameríku mönnum, þeir höfðu verið með hernum í Kaukasus. Eftir tveggja daga járnbrautarferö komst eg, frá mér numinn af gleði, til fæðingarþorps míns, þar bjuggu flestir ættingjar mínir. Hleimih foreldra minna var litlu lengra í burtu. Á járnbrautarstöðinni dró eg hattinn vel niður á andlitið, og hugsaði það væti næg varasemi, því enginn mundi þekkja mig eftir svo margra ára fjærveru. Mér fanst eg væri svo frjáls og fjarlægur öll- um menjum útlegðarinnar, að eg athugaði ekki hve nauðsynlegt það var að gæta mín. Þegar eg fór frá járnbrautarstöðinni, mætti eg gömlum manni sem heilsaði mér með nafni. Eg varð sem þrumu lostinn. Þetta gæti haft þær afleiðingar aö mér yrði varpað x svartholið, rétt er eg hélt mig standa við hlið Paradísar. Fögnuður ættingja minna breyttist í sorg, er þeir heyrðu að eg kæmi til þeirra sem flóttamaður. Sjálfur var eg þreyttur bæði á sál og líkama. Blessuð gamla amma mín tók eftir þessu, svo eftir litla stund, tók hún mig með valdi, þó hún væri smá vexti, en eg sex fet á hæð og leiddi mig til herbergja sinna, þar sem eg gæti haft það rólegt og hvílt mig í næði. Það er sagt um lærisveina Krists er þeir biðu hans í grasgaröinum, að þeir hafi sofnað út af hrygð. Eg sofnaði á þessu heimili forfeðra minna bæði af hrygð og þreytu. Eg vaknaði við skóhljóð í ganginum. Einn af prestum vorum, sem þá var staddur í þorpinu, hafði samkvæmt ósk ömmu minnar og föðurbróður míns, komið til að ráðgast við mig um fram- tíð mína. Vér ræddum þetta mál fyrir lokuðum dyrum. Að staðnæmast á heimili ættingja minna, mundi stofna bæði mér og þeim í hættu, og ef til vill öllum söfnuði vorum. Það sem eg fyrst hafði hugsað mér, var að leynast hjá vini mínum, sem bjó uppi undir fjalli skamt í burtu, en það var á- litið hættuspil. Það var stungið upp á þvi að eg færi yfir Caspía hafið inn í Persíu, en eg aftók það, því eg vissi að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.