Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 12
io8 STJARNAN þú nú sagt mér hvers vegna hann gekk fram hjá þessum voldugu hnöttum en kaus vora jörð sem er eins og litil ögn i alheimsgeimnum ?” “Kæri vinur,” svaraði frændi minn, “eg hef lesið um hirðir, sem yfirgaf 99 sauði til að leita eins, sem glataður var. Jesús er þessi hirðir. Ef þú gætir séð sjálfan þig sem glataðan syndara í spilt- um heimi, þá myndir þú vegsama kær- leika hans, sem gaf sjálfan sig til að frelsa þenna heim og íbúa hans. Þú myndir dást að vizku hans, sem stjórnar alheiminum. Auðvitað er sólin stór en jörðin lítil, en gætum vér sagt að Guð væri kærleikur, ef hann bæri umhyggju fyrir hinu mikla en vanrækti hið litla. Það auglýsir mikilleika hans að hann elskar og annast jafnvel hið minsta sem skapað er, og þar sem enginn annar vegur var til að frelsa hið glataða, þá lítillækkaði hann sig sjálfan, tók stöðu syndarans, bar byrði hans, já, gaf líf sitt í dauSann fyrir hann.” Rétt í þessu bili sló klukkan tólf. Stjörnufræðingurinn stóð upp í flýti og hljóp upp tröppurnar. Eftir fáeinar mínútur kom hann ofan aftur og hrópaði með ákefð: “Eg má engan tíma missa- Komdu fljótt með ljós- berann þinn og hjálpaðu mér að leita.” “Hvað er að, vinur minn?” “Ó, fyrir alla muni flýttu þér. Eg misti litla skrúfu þegar eg var að laga sjónaukann, hún hlýtur að hafa fallið niður á veggsvalirnar hér fyrir utan.” “Htvar heldur þú að hún hafi fallið?” “Við hornið á norðurhliðinni. Ó, vertu nú fljótur, alt er tapað 'ef eg finn ekki skrúfuna.” Báðir flýttu sér út, lýstu og þreifuðu um steingólfið til að finna skrúfuna. Stjörnufræöingurinn gaf engan gaum að kuldanum. Þarna strauk hann mjúku höndunum sínum berum yfir steingólfið. Loks fann hann skrúfuna. “Hér er hún,” sagði hann hreykinn, um leið og hann rauk inn og hljóp upp tröppurnar. Tíminn leið. Nú sló klukkan eitt, og í sama bili kemur stjörnufræðingurinn nið- ur aftur. “Eg hef séð það,” sagði hann hrærður, “það var dásamlegt. Eg ætla að skrifa grein um það sem mun hrífa alla stjörnufræðinga heimsins.” “Það gleður mig. Eg var svo hrædd- ur um að áform þitt myndi mishepnast af því skrúfan tapaðist. Þegar eg sá hve ákafur þú varst er þú komst ofan þá hugsaði eg: “Hér kemur hinn frægi dr. Blankenhagen, lærðasti og ríkasti mað- urinn í borginni, mikils virtur af öllum sem þekkja hann, hér kemur hann um miðnætti, og þrátt fyrir kulda og ofviðri, fer hann að leita í rykinu á veggsvölunum að lítilli, ómerkilegri skrúfu.” “En sér þú ekki hve nauðsynleg skrúf- an var? Eg hefði ekki getað notað sjón- aukann ef skrúfuna hefði vantað. Eg hefði ekki getað séð þessa sjaldgæfu sjón, og eg hefði ekki getað öðlast heið- urinn af þvi að senda þessa skýrslu út um heiminn,—alt vegna þess að skrúf- una vantaði.” Frændi minn leit alvarlega á dr. Blank- enhagen og sagði: “Nú hefir þú sýnt hvað jafnvel mikilmenni heimsins geta lagt á sig til að finna eitthvað sem í sjálfu sér er lítilfjörlegt og einkis virði, en samt nauðsynlegt til að framkvæma áform þín. Og þegar þú, hinn ríkasti og hæst virti maður í Utrecht, hikar ekki við að auðmýkjja sjálfan þig svo, að þú leitar að lítilli skrúfu í öllu rylcinu á vegg- svölunum, hvernig getur þig þá furðað á því að skaparinn auðmýkti sig til að frelsa veröldina, þó hún í sjálfu sér væri lítils virði, fyrst þú hikaðir ekki við, þrátt fyrir kuldan og ofviðrið, að leita að því sem vantaði í sjónaukann. Þig getur ekki furðað á því, að Guðs sonur, til að ná sínu dýrðlega takmarki, hikaði ekki við að gefa lif sitt, til að frelsa þá sem hann elskaði og sem annars hefðu eilíflega glatast.” Stjörnufræðingurinn stóð hreyfingar- (Framh. á bls. 110)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.