Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 9
STJARNAN 105 uppreisnarandi gjöröi vart viÖ sig í Per- síu, einnig aö Rússar væri að reyna til að ná þar yfirráðum, og Tyrkir réðust þar á með köflum. Með sannfæringar staðfestu réð þessi guðsmaður mér til að rita niður eftir- fylgjandi borganöfn: Irkutsk, Harbin, Mukden, Shanghai og San Francisco, þessar fimm borgir sagði hann, ættu að vera vegamerkin á braut minni. Samtal vort var ekki langt, það endaði með inni- legri bæn. Trúartraust þessa góða manns og hin barnslega bæn hans, hóf huga minn yfir allan ótta og efa. Hiklaust réð eg það af að fylgja ráðum hans, hversu ómögu- legt sem það sýndist að koma þvi í fram- kvæmd. Eg varð að heimsækja foreldra mína áður en eg legði út í þessa löngu glæfra- ferð. Fyrst heimsótti eg vin minn sem bjó nokkrar mílur frá þeim, þaðan gengum við að kvöldi dags yfir sléttur og hæðir, til þorpsins þar sem foreldrar mínir áttu heima. Brú nokkur var skamt frá heimili þeirra þar varð eg eftir svo vinur minn gæti gjört þeim aðvart um komu mína, því eg óttaðist fyrir að móðir mín sem var svo veikluð, mundi ekki þola geðs- hræringuna ef eg kæmi alveg að óvörum. Foreldrar minir voru fremur óttaslegin heldur en glöð yfir þvi að sjá mig. Faðir minn talaði aðeins fáein orð, en svo virt- ist sem móðir mín gæti ekki komið fyrir sig hvernig á því stóð að eg var þar. Það voru þreytandi dagar og daprar næstur að baki mér, og eg bjóst við því sama framundan, þess vegna bað eg um að við mættum sofa svo mikið sem við gætum um nóttina, eg vissi einnig að um- talsefni vort mundi ganga oss öllum nærri, vér gengum því brátt til hvílu, eftir að faðir minn hafði falið oss varðveizlu Guðs. Opnaðu hjarta þitt fyrir sól réttlætis- ins, þá munu geislar hennar einnig stafa út frá þér. Elskar þú mig? “Elskar þú mig?” spurði Jesús Pétur þegar hann mætti honum eftir upprisuna. Pétur og Andrés bróðir hans voru þeir fyrstu, sem Jesús hafði ávarpað með þess- um orðum: “Fylgið mér og mun eg gjöra yður að manna veiðurum.” í þrjú ár hafði Pétur verið með Jesú og lært af honum hvernig að leiða menn til GuSs. Óvinurinn reyndi að ná Péturi, og “sælda hann eins og hveiti?” eftir því sem Ritn- ingin tekur til orða, en Jesús sagði: “Eg hef beðið fyrir þér til þess trú þin þrjóti ekki, og styrk þú bræður þína þegar þú síðar ert snúinn við.” Lúk. 22:31-32. Jesús leið það að hann væri handtek- inn og bundinn eftir að Júdas, einn af lærisveinum hans hafði svikið hann. En þótt hann sjálfur væri fangi, þá gleymdi hann ekki Pétri, sem hafði afneitað hon- um, hann sneri sér við og leit á hann. Þegar Pétur sá hina djúpu sorg og með- aumkvun í augnatilliti Jesú, þá mintist hann orða hans og grét beisklega yfir synd sinni. Það hefir efalaust verið þungbær tími fyrir lærisveinana meðan Jesúr lá í gröfinni. Jafnvel eftir að þeir heyrðu að hann væri upprisinn voru þeir hryggir og efablandnir, en hann lét þá ekki lengi vera í óvissu, hann stóð alt í einu mitt á meðal þeirra og sagði: “Friður sé með yður.” Ó, hve þessi orð voru hressandi og endurlífgandi fyrir hina óttaslegnu, hryggu vini. í 40 daga birtist hann þeim og talaði við þá um það sem heyrir til Guðs ríki. Það var undraverö reynsla, sem Pétur hafði við Tíberías vatnið, þeg- ar hann þekti að það var Jesús sem stóð þar á ströndinni. Hér var það sem Jesús reyndi hann nreð því að spyrja hann þrisvar sinnum: “Elskar þú mig?” það er gleðilegt að vita að Pétur, þrátt fyrir veikleika sinn, gat svarað: “Herra þú veizt að eg elska þig.” Getum vér frá djúpi hjartans gjört þessa sömu játn- ingu?

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.