Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 15
STJARNAN iii Smávegis Skólakennari einn í SvíþjóS hafÖi fengið tveggja daga frí til að gifta sig. En hann var burtu í 4 daga. Þetta gramd- ist fólkinu svo mjög, að skólastjórnin varð að taka málið til meðferðar. Spurn- ingin var, hvað ætti að gjöra við kennar- ann. Presturinn, sem var atkvæðamaður sótti einnig fundinn, og sat hann lengi þegjandi og hlustaði á samræðurnar, síð- an tekur hann til máls og segir: “Það stendur í Biblíunni að þeim, sem mikið elskar sé mikið fyrirgefið. Eg sting upp á því að vér fylgjum orðum Ritningar- innar.” Með þessu var málið látið falla niður. Canada hefir 1,110 bókasöfn með hér um bil 9,500,000 eintökum. Gullnáma hefir fundist í Louvincourt og Malartic, í norðvesturhluta Quebec fylkisins. Belti þetta, þar sem gullið hefir fundist er um 100 mílur á lengd, og frá 3-10 mílur á breidd. Fjöldi karla og kvenna eru nú að flytja út á land, frá borgum Bandaríkjanna. Þeir hafa enga vinnu og ekkert að lifa á í borgunum, svo þeim er veittur styrkur til að koma undir sig fótunum, þar sem þeir geta haft eitthvað að borða svo lengi sem jörðin ber ávöxt sinn, og skógurinn veitir timbur til eldsneytis og húsabygg- inga. Skólabörn í Bandaríkjunum lögðu 27 miljónir dollara inn á banka árið sem leið. Þetta er nærri því dollar að meðaltali fyrir hvert einasta barn, sem þar er á skólaaldri. Ný flugvél sem reynd var í Róm hefir 6 vængi, hún getur flogið 75 til 100 míl- ur á klukkutíma, en er þó svo lítil að hún kemst inn í venjulegt bifreiða skýli. STJARNAN kemur út mánaðarlega Útgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um árið í Canada, Bandaríkj- unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og ráðsmaður: DAVtÐ GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sheri>rooke St., Winnipeg, Man. Phone: 31 708 Þá fyrst er vináttan sönn, þegar tveir vinir gleðjast af því að vera saman, án þess þó að mæla orð frá munni.—G. E. Viktu aldrei frá því sem gott er og göf- ugt. Gjörðu það ekki hvað sem i boði er. Það er svo lítilmannlegt, og maður iðr- ast þess svo sárt á eftir.—B. B. Heimurinn tekur svo litlum framför- um í siðgæði, af því menn vilja oftast byrja á því, að endurbæta aðra en ekki sjálfa sig.—X. Ef þú elskar lífið þá eyddu ekki tíman- um, því hann er það sem myndar lífið,—X. Sá maður hlýtur að vera göfugur, sem gleymir sinni eigin sorg af því að sjá gleði vinar síns. Hrós er hið sama fyrir sálina sem eitur er fyrir líkamann, með þeim eina mismun, að allir forðast eitrið, en sækjast eftir hrósinu. Hrein og göfug sál er hafin yfir móðg- un, ranglæti, hæðni og sársauka, hún er ósærandi af öðru en hluttekningu í ann- ara kjörum. Árið sem leið dóu yfir 7,000 manns af bifreiðarslysum á Englandi, en 180,000 meiddust. Þess háttar slysum hefir fjölg- að ár frá ári. Æjtla menn að víndrykkja sé helzta orsökin. Jafnvel þó menn séu ekki dauða drukknir þá eru þeir hvorki eins aðgætnir né snarráðir þegar þeir eru hreyfir af víni.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.