Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 1
STJARNAN ^ fí || Vínbann eða vínsala| Miki'ð er ritað og talað nú á dögxim um hvort menn ættu að opna flóðgáttirnar aftur og selja vin og bjór á öllum götuhornum í borgum Bandaríkjanna eins og áður var gjört. Það var engin þörf fyrir áfengi á góðu tímunum og þörfin fyrir því er enn minni nú í fjár- kreppunni. Vei þeim sem ætla að byggja landið með blóðpeningum. Engir, nema einstakir auðkýfingar, mundu hafa gagn af vínsölunni, en jafnvel sumir þeirra mundu tapa stórlega á því. Ef vínsalan skyldi komast á aftur, mun neyðin verSa meiri en menn nokkurn tíma hafa verið vottar að í Bandaríkjunum, glæpir munu fara í vöxt, ósiðferði aukast, það mun verða afar hættulegt að ferðast eftir alfarabrautum, og allskonar sjúkdómar munu verða tíðari en áður, því að mótstöðuafl manna minkar töluvert við áfengis- nautn.—Allir, sem á annað borð nokkuð hugsa, ættu að berjast með hnefum og hnúum á móti áfengis- skrimslinu, þangað til að því verður algjörlega útrýmt. Menn á Finnlandi hafa orðið fvrir vonbrigðum, því að þeir hafa komist að raun um að áfengissala í leyni hefir farið í vöxt síðan stjórnin fór að selja það, en hvernig mundi það ekki verða í þessu landi þar sem menn eru gráðugir í hinn volduga dollar? —D. G. OKT. 1932 WINNIPEG, MAN. Verð 13C

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.