Stjarnan - 01.10.1932, Síða 10

Stjarnan - 01.10.1932, Síða 10
STJA RNAN 154 Ráðvendni ÁriÖ 1636 bjó í ' Sevilla drengur að nafni Bartolomeo Esteban Murillo. Hann var aðeins ió ára að aldri, en hjálpaði þó foreldrum sínum sem voru bláfátæk, með því að mála silki, fána, og ýmislegt þess háttar, fyrir kaupmann einn, sem borgaði honum mjög lítið, enda þótt hann sjálfur græddi talsvert á málverkum þessum. Það olli foreldrunum mikillar áhyggju þegar hinn ungi Murillo fór smám sam- an að vanrækja starf sitt. Hann fór út á morgnana og var úti allan daginn. Þegar móðir hans spurði hann hvar hann hefði verið, svaraði 'hann aðeins að hann gæti ekki sagt henni það ennþá, en hún mætti vera viss um að hann notaði tímann vel. Sannleikurinn var sá, að Murillo var orðinn þreyttur á að mála þetta smælki sem hann hafði haft með höndum. Hann langaði til að mála eftir meistaraverkum Rúbens, Velasquez og annara, en mest þótti honum um vert að athuga náttúr- una, hið aðdáanlegasta listaverk og hinn fullkomnasta kennara. Hann gekk í gegn um skóg og akra, götur og stræti, og virti fyrir sér blóm og tré, menn og skepnur, með hinu marg- breytta útliti og hreyfingum þeirra, svo málaði hann alt þetta. Hann þráði mjög að geta gengið á skóla hjá frægum listamanni. En það var ómögulegt, hann var svo fátækur. Einn dag sat hann í klaustrinu, San Franscisco og málaði eftir mynd Velas- quez, sem þar var, munkarnir höfðu gefið honum leyfi til þess. Myndin var nær því fullgjörð, og hann hafði að lokum sagt móður sinni hvernig hann hefði varið tímanum. Hann sagði henni líka að mað- ur, sem verslaði með málverk ætlaði ef til vill að kaupa hana. Hann var svo niðursokkinn í vinnuna að hann tók ekki eftir því að ókunnugur maður stóð bak við hann, svo hann hrökk við þegar hinn ókunni maður ávarpaði hann á þessa leið : “Það er ekki svo afleitt hjá þér, dreng- ur minn, hver er kennari þinn?” “Því miður hefi eg engan kennara.” “Það er slæmt, en samt sem áður, ef þú kostgæfilega athugar málverk frægra listamanna, þá nær þú takmarkinu að lokum.” “Þetta málverk er eftir Velasquez.” Ókunni maðurinn brosti og sagði: “En það eru aðrir listamenn fremri honum, Rúben, Angelo—” “Ó, langt frá því. Spánverjar hljóta að taka Velasquez fram yfir alla aðra,” greip. drengurinn fram í með ákefð. “Það er mín innilegasta ósk að eg geti einhvern tíma fengið að læra hjá þessum frægasta listamanni Spánar.” “Það ætti nú ekki að vera ómögulegt,” svaraði ókunni maðurinn og virti enn ná- kvæmar fyrir sér málverk Murillos. “Eg skal kaupa þessa myn(J af þér, ef þú vilt selja hana fyrir 20 dúkata.” “Þú ert víst að spauga, herra minn, það er helmingi meira en myndin er verð,” svaraði drengurinn. “Það getur skeð, en eg held þú getir orðið málari, en þú getur ekki fullkomn- að þig hér, því hér er enginn listaskóli. Ef þú fær 20 dúkata þá getur þú ferðast til Madrid, og eg skal láta þig hafa með- mælingar bréf til Velasquez.” “Get eg þá fengið að sjá hann?” spurði

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.