Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 3
STJARNAN
147
Dœmisaga
Einu sinni fanst ósléttur hvítur steinn
á lítt bygðu landi. Börnin léku sér að
honum á daginn, og létu hann liggja fyrir
utan dyrnar á nóttunni. Steinar voru
sjaldgæfir í þessum hluta landsins, annars
hefðu börnin kastað honum og ekki hirt
um hann frekar.
Einu sinni gekk ókunnugur maður
framhjá, og staðnæmdist fyrir utan kof-
ann. Hann var bæði þreyttur og svangur,
hann barði að dyrum og meðan hann beið
þess aS opnað væri kom hann auga á
steininn og tók hann upp. Hánn sagði
þeim sem opnaði frá erindi sínu, og með-
an hann beið eftir matnum rannsakaði
hann steininn nákvæmlega. Börnin voru
hissa að hann skyldi gefa svo nákvæmar
gætur að leikfangi þeirra, og foreldrarnir
skildu ekkert í að hann, sem virtist vera
mentaður maður, skyldi eyða tímanum til
að skoða ómerkilegan stein.
Þegar gesturinn var ferðbúinn spurði
hann hvers virði steinninn væri. “Hann
er einskis virði,” svaraði húsbóndinn, “þú
mátt eiga hann ef þú vilt.”
“Nei,” svaraði maöurinn, “eg vil ekki
þiggja hann endurgjaldslaust, eg skal
gefa ykkur aleigu mína fyrir hann.” Og
þrátt fyrir mótmæli fólksins tók hann
peningapyngju upp úr vasa sínum og gaf
þeim alt sem í henni var, fyrir steininn.
Nú skulum við láta steininn segja frá
reynslu sinni:
“Hvers vegna tekur hann mig burtu
frá litlu börnunum, sem þótti svo vænt
um mig ? Hvers vegna lætur hann mig
niður í dimma tösku, og flytur mig svo
langt i burtu ? Eg sé enga ástæðu til þess.
Að lokum kom ferðamaðurinn til stórr-
ar borgar, og fór á fund gimsteinafægj-
ara/ og sagði við hann:
“Fægðu þenna stein fyrir mig, hafðu
marga fbti á honum, verkið verður að
vera svo vel af hendi leyst, að steinninn
verði hæfur til að skreyta konungs
kórónu.”
Gimsteina fægjarinn tók strax til
starfa. Hann mældi steininn nákvæmlega
og gjörði ýmsa uppdrætti.
“Hvað á alt þetta að þýða,” hugsaði
steinninn með mér.
Fyrst var hann fægður alt í kring þar
til hann var nokkurn veginn sléttur, það
var talsvert verk. HJann nuggaði steininn
með sandpappír án þess að taka nokkuð
tillit til hvernig hann fyndi til. Þegar
hann var búinn sagði steinninn:
“Eg vona þetta sé nú á enda, eg hefi
liðið svo mikið. Eg er viss urn að enginn
steinn hefir þolað slíka meðferð.”
Gimsteinafægjarinn var aðeins byrj-
aður á verki því, sem honum hafði veriö
falið að gjöra. Steinninn var að visu orð-
inn sléttur, en hann sendi ekki einn ein-
asta geisla út frá sér.
Nú var steinninn festur við plötu, og
rispaðar línur á hann, alveg eins og þær,
sem gimsteinafægjarinn hafði dregið upp
á blaðið.
“En hvað á alt þetta að þýða?” sagði
steinninn, “það er ekkert gaman að þessu,
það eru endalausar þjáningar. Eg skil
ekkert í þessu.”
Þegar búiS var að rispa steininn allan