Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 7
STJARNAN velli heldur en bölsýni og mannhatri. “Setjum svo aö trúar ákafi væri undir rótin aÖ spádómum Jesajasar og Jeremía vi'Övíkjandi eyðileggingu Babýlonar, hvernig getið J>ér J>á skýrt einsstök at- riði spádómsins? Slíkt land, hvers innbyggjendur voru hinir bezt mentuðu sem til voru í heim- inum, hin glæsilega borg, sem stóð í hinu frjósamasta héraði heimsins, hvernig gat nokkur gizkað á, að það land mundi verða óbygt, brunnið og ófrjótt sem eyðimörk. Slíkt var frá. mannlegu sjónarmiði alveg ómögulegt. Ekkert land hafði fengið slík afdrif fyrir þann tima, og slíkt hefir ekki átt sér stað enn þann dag í dag, hvorki í Evrópu, Kína eða Ameríku,— hvergi nema í Babýlon. “Hin mikla Babýlon, prýöi konungs- rikjanna, höfuðborg heimsins, hóf stríð á hendur Jerúsalem, jötun móti dverg, og Jerúsalem varð skattskyld jötninum. En bæði Babýlon og Babýloníans eru horfn- ir úr sögunni eins og draumur, en Jerú- salem og þjóð hennar er enn við lýði. Þessi atriði fyrirsögð af spámönnunum krefjast fullkomnari skýringar, heldur en aðeins að segja að þau séu ágiskanir ofsa- trúarmanna. “Enginn maður mun búa þar, sagði spámaðurinn. Híve ákveðið, hve satt og áreiðanlegt þetta hefir reynst. Hér er einnig annað aö athuga. Grundvöllurinn f3*rir helztu borgir heimsins er venjulega svo vel valinn í tilliti til framreiðslu og viðskifta, að fólkið heldur sig að þeim. Þær geta hrörnað og komist í afturför, en samt sem áður finnast þar fáein hús, og menn dvelja ennþá á hinum forna grundvelli. Damaskus, Jerúsalem, Aþena, Róm, Antíokkia, Alexandría, Konstan- tínópel og Sídon, hafa alt af haldist við og kveðið talsvert að þeim, frá því fyrst þær voru stofnsettar fyrir þúsundum ára og alt fram á vora daga. En hin stærsta, voldugasta og ríkasta borg í heimi var algjörlega eyðilögð. Hvernig getið þér skýrt þetta, og svo það, að alt þetta var I5i sagt fyrir, löngu áður en það kom fram.” “Þetta má vel vera og er mjög góö röksemd,” svaraði hr. Einarsson, “en spádómarnir mótmæla sjálfum sér, svo hinir gagnstæðu spádómar geta ekki hvorirtveggja verið sannir.” “Ágætt, pabbi,” sagði Lilja og strauk hönd föður síns. Nú bjóst hún við að ræðumaður mundi komast í vandræði, en í stað þess brosti hann rólega og sagði:. “Viltu gjöra svo vel að benda tilheyr- endunum á þessa gagnstæðu spádóma, sem þú talar um?” “Vissulega,” svaraði hr. Einarsson, um leið og hann stóð upp og opnaði Biblíu sína. Dæmisaga *(Framh. frá bls. 148) iði, í vökum, i föstum .... eins og komn- ir í dauðann, og samt lifum vér, eins og typtaðir og þó ekki deyddir.” 2. Kor. 6:4.9. “Og þeir skulu vera mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi sem eg hefst handa, og eg mun vægja þeim eins og maður vægir syni sínum sem þjónar honum.” Mal. 3:17. Möglum ekki þegar Guð leyfir aö vér göngum gegn um þrengingar. Guð hefir sinn tilgang, og seinna munum vér skilja hann. Treystum Guði og gleðjumst í full- vissunni um, að þeim sem Guð elska verð- ur alt til góðs. —E. S. Elskið ekki heiminn “Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í honum eru. áf einhver elskar heiminn þá er kærleiki til föðursins ekki í honum. Því að alt það sem i heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heim- urinn fyrirferst og fýsn hans, en sá sem gjörir Guðs vilja varir oð eilífu.” -1. Jóh. 215-17.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.