Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 11
STJARNAN Murillo og spenti greipar eins og hann væri að biðjast fyrir. “Já, eg get fullvissaÖ þig um þaÖ. Komdu með málverk þitt í kvöld til hallar landstjórans og spyr eftir Don Roderigo, þá skal eg afhenda þér bréfiÖ og pen- ingana.” Murillo gekk heim eins og í leiÖslu. MóÖir hans mætti honum í dyrunum og sagÖi: “Eg hefi góÖar fréttir handa þér, kaup- maÖurinn var hér í morgun og eg seldi honum málverkið þitt fyrir io dúkata eins og þú settir upp fyrir það, þegar hann bauð þr 6 dúkata fyrir það í gær.” Murillo leit vandræöalega á móður sína og spurði: “Hvenær var hann hér ?” “Klukkan 9 í morgun. Komdu nú að borða.” Murillo hafði enga matarlyst, foreldrar hans sáu að hann var í þungu skapi, en þau fengu ekkert fullnægjandi svar þótt þau spyrðu hvað að honum gengi. Um kvöldið fór hann til hallar landstjórans og var vísað inn í herbergi þar sem Don Rodrigo var að skrifa. “Komstu með málverkið?” spurði hann. “Nei, herra minn, móðir mín seldi það i morgun, áður en eg seldi þér það.” “Fyrir hærra verð?” “Nei, miklu lægra, en það hefir ekkert að segja.” “Vissulega má taka það til greina,” svaraði Don Rodrigo, “þegar eg býð þér hærra verð þá hefir þú ástæðu til að neita hinum kaupandanum um málverkið.” “Herra minn,” sagði drengurinn blóð- rjóður í framan, “móðir mín seldi Don Oeorio myndina fleiri klukkustundum áður en eg seldi þér hana, svo hún er hans eign.” Don Rodrigo stóð upp og spurði með ákefð: “Hvar áttu heima? Eru foreldrar þínir bæði á lífi?” “Já, herra minn.” “Eg ætla áð fylgja þér heim til þeirra.” 155 Þegar þeir komu þangað sem Murillo átti heima var móðir hans að bæta knipl- inga, sem hún þvoði fyrir riku konurnar. “Fyrirgefðu að eg kem svo seint,” sagði Don Rodrigo og hneygði sig djúpt fyrir fátæku konunni, eins og hún hefði verið hefðarfrú. “Mig langaði til að sjá for- eldra, sem hafa vanið börn sín á slíka réttvísi og ráðvendni sem sonur ykkar hefir sýnt í dag. Hann á fallegt málverk, eg vona að hann verði listamaður. En framkoma hans í dag er meira viröi en listir eða vísindi. Murillo, eg er ríkur maður, hvað get eg gjört fyrir þig?” “Gefðu mér meðmælingabréfið til Velasquez,” svaraði drengurinn án þess að hugsa sig um. “Þú þarft ekkert bréf—eg er Velas- quez.” “Þú, Don Rodrigo,” Murillo hefði helst viljað kasta sér niður fyrir fætur honum. “Eg er á ferð til ítalíu, en eg skal skrifa til Madrid, svo þú getur fengið inngöngu í listaskóla minn þar. Eg borga ferðina og allan kostnaðinn fyrir veru þína á skólanum. Eg skal lika sjá um að for- eldrar þínir hafi það sem þau þurfa með- an þú ert í burtu. Foreldrarnir og sonur þeirra voru frá sér numin af gleði. Þakk- læti þeirra og blessunar óskir fylgdu gest- inum er hann gekk út. Eftir að Murillo hafði verið nokkur ár við námið i Madrid, sneri hann heim aft- ur til Sevilla, þar málaði hann flest hin fögru málverk, sem allir dást að enn þann dag í dag. Hann dó árið 1685 virtur og mikils metinn bæði í föðurlandi sinu og erlendis. Fimm af málverkum hans eru meðal listaverkanna í stóra myndasaln- um í Loure í Páris. —E. S. Pólska stjórnin bannaði breska biblíu- félaginu fyrir nokkru siðan að útbreiða, Biblíuna, en þetta vakti slíkt umtal og gremju í kristnum löndum, svo bannið var brátt afnumið.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.