Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 14
STJARNAN 158 Daníel og ljónið Flestum er kunnug sagan um Daníel í ljónagröfinni. Það er undraverð saga, sem skeði fyrir löngu, löngu siðan, en jafn undraverðir atburðir koma fyrir enn þann dag í dag. Nú skulum vér segja sögu af öðrum Daníel, sem enn er lifandi, og viðureign hans við ljón. Þegar hann tók Krist'na trú, þá var honum gefið nafnið Daníel. Foreldrar hans voru heiðin, einnig aðrir ættingjar lians, og allir þorpsbúar þar sem hann átti heirna. Daníel hafði verið um tíma á trúboðsstöðinni, og snéri nú heim aftur til ættingja sinna. Þar mætti hann alls- konar freistingum, sem nær því leiddu hann afvega. Foreldrar hans og ætt- ingjar reyndu að fá hann til að snúa aftur til heiðinna siða, og stundum virtist sem hann nærri misti trú sína á Jesú. Flann átti í hörðu stríði. Einn dag var Daníel úti að hlynna að smáplöntum í dálitlum garði, sem var umgirtur þyrnirunnum. Hann var alvar- lega að hugsa um hvað hann ætti að gera, og var rétt í því kominn að ákveða sig með að láta að óskum foreldra sinna og vina, og hætta við kristindóminn, er hann alt í einu leit upp og sá rétt fyrir framan sig risavaxið ljón. Hvað átti hann að gera? Að komast undan var ómögu- legt. Fætur hans virtust þungir sem blý. FTann gat ekki hreift sig. Það drundi í ljóninu, sem nú var rétt við- búið að stökkva og ráðast á hann. Nú mintist Daníel sinna illu hugsana og ó- trúmensku við Guð, og nú á þessari neyð- ar- og hættustundu hóf hann raust sína og bað: “Góði Guð, fyrirgefðu mínar vondu hugsanir. Taktu ljónið í burtu og frelsaðu mitt óverðuga líf, og eg skal vera þér trúr til dauðans.” Guð heyrði bæn Daníels. Ljónið öskraði, leit illilega á hann í fáein augna- blik. Daníel fanst það langur tími, svo snéri það við og gekk í burt. Daníel hélt loforð sitt, og prédikar nú fagnaðarerindið meðal kynsmanna sinna í Kavirondo, Austur Afríku. —G. A. L,indsay. Villimenn á Borneo Vér höfum nýlega byrjað starf á með- al Murut kynkvíslarinnar á Norður Bor- neo; sem liggur undir Bretaveldi. Þeir taka lífið létt og gera fáar kröfur. Þeir dvelja upp í fjall-lendinu og eru ánægðir að rækta lítið eitt af hrísgrjónum og sago. Þeir lifa mestmegnis á veiðum og því sem þeir finna í skóginum af viltum ávöxtum. Þjóð þessi er mjög hjátrúarfull, og síhrædd við illa anda. Þeir þurfa um- fram alt að heyra fagnaðarerindi frels- isins. Þeir hafa aldrei heyrt um Hann, sem elskaði þá og gaf líf sitt út fyrir þá. Þeir taka höfuð óvina sinna sem sigurmerki þegar þeir berjast við aðra kynflokka, og stundum er það ekki hættulaust að ferðast einsamall gegnum skóginn. Þessar kringumstæður eru hvöt fyrir þá, sem reynt hafa kraft Guðs kærleika í lífi sínu, til að veita þeim hlut- tekningu í fagnaðarerindi Krists, svo þeir einnig megi gleðjast í frelsi Guðs barna. Það eru þegar nokkrir meðal Muruta, sem hrifnir eru af fagnaðarerindinu. Þrír þeirra hafa þegar sameinast söfn- uðinum. Með hjálp kennarans hafa þeir bygt kirkju þar sem þeir koma saman til Guðsþjónustu. —■/. W. Róland. Kaupmenn viða í Bandaríkjunum hafa risið upp með mótmælum gegn umferða- sölum. Tilraunir voru gjörðar í New York að heimta svo háan toll af þeim að þeir yrðu tilneyddir að hætta verslun sinni hús úr húsi, en yfirréttardómur kvað slíkt ólöglegt, það mætti aðeins heimta af þeim sanngjarna borgun fyrir leyfisbréf.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.