Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 12
STJARNAN 156 Guð gleymir ekki börnum sínum 1 Chile í SuÖur-Ameríku voru fáeinir ungir menn í hernum, sem voru Sjöunda Dags AÖventistar. Einn þeirra, sem var í Chillan herdeildinni, segir frá atviki, sem sýnir, að Guð heyrir bænir barna sinna, þegar þau ákalla hann í neyÖinni. Trúmenska þessa unga manns kom því til leiÖar, að endurkomu boðskapurinn barst til eyrna yfirmanna hersins, sem annars aÖ líkindum heföu aldrei heyrt hann. “Eg baÖ um undanþágu frá herskyldu, en fékk hana ekki, því herskylda er lög- boðin í Chile, svo eg varð að fara í her- inn. Eg ásetti mér frá því fyrsta að halda Guðs boðorð, hvað sem það kostaði. Eg bað um að fá frí á hvíldardögunum, en bæði yfir og undirforingjar sögðu mér að það væri alveg ómögulegt. Eg sagði þeim aö þó eg gæti ekki fengið frí á hvíldardögunum þá gæti eg samt sem áður ekki unnið á þeim. Þeir svöruðu að hér gjörðu menn það sem þeim væri boðið og að óhlýðni væri stranglega refsað. Þeir sýndu mér fangaklefana og héldu að þeir gætu hrætt mig með þvi. Einn foringi, sem stóð fyrir litilli herdeild, bað mig að vera óhræddan, hann skyldi reyna að hjálpa mér. Vikan leið fljótt. Eg átti í stríði, en setti alla rnína von til GuSs. Nú var fimtudagur og hershöfðinginn fyrir minni deild var kominn. Deildarforingjarnir sögðu honum að þar væri maður með sér- staklega einkennilega trúarskoðun. H&nn lét strax kalla mig fyrir sig og spurði mig hvers vegna eg héldi laugardaginn heilag- ann. Eg sagði honum það, og hann svar- aði: “Aldrei síðan eg gekk fyrst í her- þjónustu hefi eg mætt slíku atviki, að nokkur maður héldi laugardaginn heilag- an í staðinn fyrir sunnudaginn, sem allir halda.’ Þá greip einn af herhöfðingjun- um fram í: “í hernum höldum vér engan dag heilagan. Hér ver'ða menn að gjöra það sem með þarf og þeim er sagt.” Yfir- herforinginn svaraði: “Maðurinn trúir að þetta sé rétt, og vér ættum að virða sann- færingu hans.” S'vo sneri hann sér að öðrum herfor- ingja og sagði: “Eg mundi með ánægju láta að ósk þessa unga manns.” Hann hélt víst að eg hefði ekki heyrt þessa síð- ustu setningu, því um leið og hann gaf mér fararleyfi sagði hann: “Vér skulum reyna að tala urn þetta á morgun við deild- arstjórann.” Það sem eftir var af degin- um fanst mér eins langt og hundrað ár. Eg bað til Guðs án afláts. Föstudagsmorgun var öllum herdeild- um raðaö út á völlinn, svo yfirforinginn gæti litið yfir þær. Hann skýrði frá her- lögunum og hlýðnisskyldunni. Þegar hann lauk ræðu sinni, sagði herforingi minn honum frá mér. Eg var kallaður fram og spurður hvers vegna eg legði fram slíka beiðni. Herforingi minn svar- aði fyrir mig og gaf honum góða skýr- ingu. Síðan sagði yfirforinginn við mig: “Fyrst þú hefir gefið Jesú Kristi hjarta þitt, þá treysti eg því að þú verðir öðrum hér til fyrirmyndar. Haltu öruggur stefnu þinni. Eg veiti þér leyfi þaö, sem þú biður um.” Þetta var sagt í áheyrn allra foringjanna og deildarstjóranna. Það minti mig á að Guð gleymir ekki börnum sínum. Síðan hefir mér verið sýnd öll kurtesii. Margir af herforingiun- um hafa heimsótt skóla vorn í Chillan. Áður vissu þeir ekki einu sinni að hann væri til. “Guð hefir verið með mér. Eg er skip- aður undirforingi nú af þeim manni, sem í fvrstu ekki vildi leyfa mér að halda hvíldardaginn.” Þessi ungi maður varð boðberi Krists, í þeirri stöðu sem hann hefði gjarnan viljað forðast ef hann hefði verið sjálf- ráður. Guði sé lof að tala þeirra vex óð- um, sem eru Guði trúir í Suður-Ameríku.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.