Stjarnan - 01.10.1932, Side 4

Stjarnan - 01.10.1932, Side 4
148 STJARNAN utan sagði hann: “Nú fæ eg þó loks aS vera í friSi. Eg hefi liðiÖ nógu mikiÖ.” Hann vissi ekki að alt þeúta sem gjört hafði verið, var aðeins undirbúningur undir aðalverkið sem gjöra átti. Næst tók maðurinn steinlím, og festi steininn með því við langa stöng, er hann setti í vél eina á þann hátt, að hann gat snúið steininum á ■ ýmsar hliðar og þannig fægt hann með lítilli vél, sem til þess var ætluð og snerist í sífellu. “Hvað er nú uppi á teningnum?” sagði steinninn. Eg hef þó liðið nógu mikið. Hann hefir nuggað mig og sorfið svo eg er ólíkur sjálfum mér. Eg skil ekki hvernig á þessu stendur. Eg hlýt að eiga einhvern óvin, sem kemur öllu þessu til leiðar.” Nú byrjaði fyrir alvöru vinnan við steininn, einn flötur var fægður þar til leit svo út að steinninn mundi molast i þúsund parta. Svo var honum snúið og annar flötur var fægður—þetta var nærri því meira en hann gat staðist. Eftir að steinninn var orðinn likur teikningunni og alveg óþekkjanlegur frá því sem hann var, meðan börnin voru aS leika sér að honum, þá var sett önnur plata í fægingar vélina og hver einstakur flötur á steininum var nuggaður þar til geislar stöfuðu frá öllu yfirborði hans. Þetta tók fleiri daga verk, en er því var lokið var sent eftir eigandanum, til að líta á verkið. “Eg er vel ánægður með steininn,” sagði eigandinn, “eg gaf aleigu mína fyr- ir hann og hann er vel þess verður.” Þessi dýrmæti steinn var nú vandlega vafinn innan í klæði, lagður í öskju og innsiglaður. “Konungurinn skal vera sá fyrsti til að sjá steininn.” “Hvað á nú þetta að þýöa?” sagði steinninn við sjálfan sig, “hvers vegna er eg falinn í myrkri, það er þó ljósið sem framleiðir fegurð mina.” Gimsteinninn var nú geymdur þannig, þar til eigandinn löngu seinna braut inn- siglið í návist konungsins. Konungurinn varð frá sér numinn er hann sá fegurð og geisladýrð steinsins. “Eg ætla að setja hann fremst i kórónu rnína,” sagði konungurinn, “hann er þess verður að skreyta konungs kórónu.” “Þetta er undarlegt,” sagði gimsteinn- inn, “eg var bara grófur steinn hæfilegt leikfang fyrir börn, en nú er eg helzti gimsteinninn í kórónu konungsins. Nú skil eg alt saman. Að vísu varð eg að líða miklar þjáningar, en þær eru nú um- liðnar og sýnast ekki mikils virði. Sumir steinar hafa gjört uppreisn og eru nú að eins gagnslaus brot, eða þeir eru malaðir i smátt og notaðir til að fægja aðra steina. Mér lá við að gjöra uppreisn líka, en það gleður mig að eg lofaði þeim að fága mig eins og þeir vildu. Hér eftir mun eg ávalt njóta heiðursins af návist konungs og stöðugt gleðja hann og gesti hans.” Kæri lesari, leyfir þú Guði að fága líf þitt, með reynslu þeirri og krossburði, sem hann sendir þér? Hánn er að fága gimsteina fyrir kórónu sína. Auðmýkir þú þig fyrir honum og lofar honum að fága þig, svo þú getir orðið einn af gim- steinum hans? Eða möglar þú yfir sér- hverri reynslu, og gjörir sjálfan þig þannig óhæfan fyrir þá tignar stöðu, sem hann óskar að veita þér ? Sérhver reynsla, ofsókn eða þjáning, sem borin er með stöðuglyndi, fágar líf vort og gjörir það meira virði heldur en skínandi gimsteina. Sorgir og mótlæti eru fágunar áhöldin, sem tilreiða hugarfar vort svo það geti endurspeglað Guðs dýrðlegu eiginlegleika. Sérhver reynsla, sem vér berum með þol- inmæði ummyndar oss betur og betur eft- ir Jesú mynd, og gjörir oss færari um að hjálpa öðrum til að bera þjáningar sínar. “Verið glaðir í voninni, þolinmóðir i þjáningunni, staðfastir í bæninni.” “í öllu mælum vér fram með sjálfum oss eins og þjónar Guðs, með miklu þolinmæði í þrengingum, í nauðum, í angist, undir höggum, í fangelsi, i upphlaupum, í erf- (Framh. á bls. 151)

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.