Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 6
STJARNAN 150 Jeremías hafi ritaÖ, svo enginn getur í- myndað sér a'ð spádómarnir hafi verið skráðir eftir að! viðburðirnir á'ttu sér stað. Er nokkur hér sem heldur því fram? Ef svo er gjöriö svo vel að lyfta hendinni.” Djarfur beið svars en eng- inn hreyfði sig. “Vér erum þá sammála í þessu efni, Þeir sem kannast við, að spádómarnir séu skýrir, ákveðnir og ótvíræðir, og að þeir hafi verið skrifaðir áður en viðburðirnir áttu sér stað, gjöri svo vel að lyfta hendi sinni.” Menn lyftu nú hendi sinni við- stöðulaust. Lilja og Guðmundur litu kring um sig og brostu svo hvort til annars. “Lítur út eins og Djarfur ætli að vinna málið,” hvíslaði Lilja. Einarsson virtist heldur órólegur. “Þetta er fyrsta skifti, sem eg hefi séð pabba í vandræðum,” svaraði Guðmund- ur. Svo hallaði hann sér yfir að föður sínum og spurði: “Er fjöldinn af áheyrendunum trúað fólk, pabbi?” “Nei,” sagði Einarsson og hnyklaði brýrnar, “og þess vegna skil eg ekki hvers vegna þeir greiða atkvæði þannig. Eg þekki marga hér og veit að þeir eru engu trúaðri en eg er, og þó greiða þeir at- kvæði með máli Djarfs.” “Gætir þú greitt atkvæði öðru vísi?” ‘“Ekki eins og hann leggur fram spurn- ingarnar, en málið er ekki útkljáð ennþá. Það er—” Hér þagnaði hann því ræðu- maður hóf mál sitt á ný. “Eg sé að sumir greiða hvorki atkvæði með né móti. Þeir geta ekki mótmælt, en vilja ekki viðurkenna sannleikann, þeim finst að hvernig sem atkvæði þeirra félli, þá gæti það ekki samrýmst skoðunum þeirra. Spádómarnir sem eg hef bent á hér að framan og uppfylling þeirra er verulegleiki. Enginn getur neitað því, og hér er enginn, sem reynir að mótmæla því. “Þér kannist við þessa staðreynd. Nú kemur önnur spurning. Hvernig getið þér gjört grein fyrir þessu? Kannist þér við guðlegan innblástur þessara spádóma ? Þeir, sem það gjöra lyfti hendi sinni.” Nú var á að gizka, aðeins helmingur fólksins, sem lyfti hendi sinni. “Þeir sem trúa að þessir undraverðu spádómar séu af einhverjum öðrum rótum runnir lyfti nú hendi sinni.” Hinn annar helmingur áheyrendanna lét í ljósi samþykki sitt. “Ver skiftumst í nokkurn veginn jafna flokka viðvíkjandi þessari spurningu. Fyrst þér nú kannist við spádómana, hvernig getið þér þá gjört grein fyrir hve nákvæmlega þeir hafa ræzt?” “Spámennirnir voru mjög ákafir trú- menn,” svaraði Hr. Einarsson, “þeir sáu spillingu stórborganna, og í þeirra aug- um var Babýlon táknmynd hins illa, og vegna þess þeir álitu að Guð væri vold- ugri en þessar borgir, þá bjuggust þeir við að hann mundi eyðileggja þær, svo þeir blátt áfram spáðu fyrir að svo mundi verða, sem þeir óskuðu eftir og bjugg- ust við, en ekki af því að þeir hefðu neina yfirnáttúrlega þekkingu á því sem fram- tíðin bæri í skauti sínu.” “Ekki sem verst,” hvíslaði Lilja að Guðmundi, þegar faðir þeirra settist nið- ur. “Fljótt á að líta virðist þetta rýmileg ályktun,” sagði ræðumaður brosandi, en nú skulum vér hugsa nánara um málið. Ef vér göngum út frá því að spádómarn- ir hafi verið gefnir árið 200 fyrir Krist, þá var Rómaborg helmingi eldri en New York er nú, og var orðin voldugri en Babýlon. En spámennirnir spáðu ekki um eyðileggingu Rómáborgar, og sú borg er enn við lýði eftir 2000 ár, en þessir á- köfu trúmenn gátu eins vel búist við og óskað eftir eyðileggingu Rómaborgar eins og Babýlonar. “Skýring hr. Einarssonar er ekki langt frá að viðurkenna guðlegan innblástur, því hún byggist á nokkurs konar trúar áhuga, sem gjörði menn færa um að skygnast inn i framtiðina. En spádómar þeirra virðast bygðir á traustari grund-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.