Stjarnan - 01.12.1933, Qupperneq 2
i78
STJARNAN
Gleðileg jól
FagnaÖarboðskapurinn um, að oss er
Frelsari fæddur, ætti aÖ vera oss jafndýr-
mætur nú eins og hann var GuÖs sönnu
börnum þegar englarnir fyrst fluttu hann
til hirðanna á Betlehemsvöllum.
Af því Guð elskaði oss svo mikið að
hann gaf oss sinn eingetinn son, til að
fæðast í voru holdi, til að lifa, líða og
deyja til að frelsa oss frá syndinni og
hinum skelfilegu afleiðingum hennar, ei-
lífum dauða; þá getum vér, já vér, sem
lifum í dag, fagnað ytir Guðs náð er
Krists vegna hefir fyrirgefið syndir vor-
ar, gefiö oss barnarétt hjá sér, og alt sem
hann felur í sér bæði fyrir tíma of eilífð.
Alt sem útheimtast af vorri hálfu er að
vér trúum á soninn. Sá, sem trúir á son-
inn, hefir eilíft líf.
Sá sem trúir á soninn sýnir það með
stöðugri viðleitni til að lifa eins og hann
lifði, hann fetar í Jesú fótspor, í hlýðni
við Guð og elsku til meðbræðra sinna.
Sá, sem í sannleika trúir á Jesúm, hann
elskar hann svo innilega að hann vill alt
gjöra til að þóknast honum, já, þótt þaö
skyldi kosta hann eignir, vini, frelsi og
jafnvel lífið sjálft, því hann minnist þess
að Jesús þvoði oss af vorum syndum með
sínu blóði, svo mikið kostaði það hann
að kaupa oss rétt til þess að öðlast hlut-
deild í arfleifð heilagra í ljósinu, og er
þá nokkurt erfiði, nokkur sjálfsafneitun,
nokkur sjálfsfórn frá vorri hálfu, of stór
til þess að þóknast honum, sem úthelti
blóði sínu fyrir oss?
Fyrir Jesúm Krist geta Guðs börn
glaðst yfir allri þeirri andlegri og tíman-
legri blessun, sem þau njóta í dag, róleg
og kvíðalaus treyst Guðs föðurumhyggju
fyrir oss á ókomna timanum og sífelt
hlakkað til að bráðum kemur Jesús til að
fullkomna endurlausnarverkið og gefa oss
ríkið með sér.
Rifjum upp fyrir oss hvað Jesús hefir
gjört fyrir oss, hvað hann er fús til að
gjöra fyrir oss á yfirstandandi tíma og
hvað hann mun innan skamms veita öllum
ástvinum sínum, með sér í sínu dýröar-
riki.
Trúir þú á Jesúm? Elskar þú hann?
Fylgir þú honum? Ef þú gjörir það, þá
mun fögnuður og friður Ffeilags Anda
fylla sálu þína. Guð gefi ykkur öllum
gleðileg jól í Jesú nafni.
S. Jolmson.
Fyrirheit Guðs eru fjársjóður barna hans
Hefir þú lært að varpa allri þinni á-
hyggju upp á Guð, og leggja fram fyrir
hann alt, sem þér liggur á hjarta, hvort
sem það er sorg, vonbrigði, fátækt, heilsu-
leysi, atvinnuleysi eða eitthvað annað ?
Jesús segir: “Komið til min allir þér,
sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, eg vil
gefa yður hvíld.” Matt. 11129.
“Ákalla mig í neyðinni, eg mun frelsa
þig, og þú átt að vegsama mig.” Sálm.
5°;15-
“Verið ekki hugsjúkir um nokkurn hlut,
heldur látið í öllum hlutum yðar óskir
koma fyrir Guð í bænaákalli með þakkar-
gjörð. Fil. 4:6.
“Það, sem fyrir mönnum er ómögulegt
er mögulegt fyrir Guði.” Sæll er sá, sem
þjónar Guði og treystir honum af öllu
hjarta, því hann er glaður og ókvíðinn,
hann veit að þeim, sem Guð elska verður
alt til góðs. Hann setur alla von sína til
Guðs náðar í Jesú Kristi og sú von bregst
ekki af því hún er bygð á Guðs órjúfan-
legu fyrirheitum. Á. /.