Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 14
STJARNAN Keisarinn og rúblurnar Þegar Alexander I. Rússakeisari ferS- a'ðist um fylkið Jakerterinostav staldraði hann við á stöð einni og lét búa til te handa sér. Nýja Testamentið lá þar á borði í húsinu svo keisarinn spurði stöðv- arstjórann: “Les þú oft í þessari bók?” “Á hverjum degi, herra minn.” “Það er gott. Hve langt ertu kominn í henni?” “Eg er í Matteusar guðspjalli.” “Jæja, haltu áfram. Sá sem leitar frið- ar fyrir sál sína finnur oft líka jarðnesk laun.” Þegar stöðvarstjórinn snöggvast brá sér út lagði keisarinn 5 100 rúblu seðla við siðasta kapítulann á nefndu guðspjalli. Skömmu síðar hélt hann leiðar sinnar. Að nokkrum tíma liðnum kom keisar- inn aftur og staðnæmdist einnig i þetta skifti hjá stöðvarstjóranum. Nú spurði hann aftur hve langt hann vari kominn að lesa í Nýja Testamentinu. “Að Lúkasar guðspjalli,” svaraði stöðv- arstjórinn. “Það skulum við fljót! sjá. Ljáðu mér bókina.” Seðlarnir lágu á sama stað og keisarinn hafði lagt þá. “Að ljúga er mikil synd,” sagði keisar- inn við stöðvarstjóra, sem na;r því var hniginn niður af skömm og hræðslu. “Þú hefir ekki leitað Guðs ríkis í einiægni. Nú færðu heldur ekki hin jarðnesku laun. Láttu þetta þér að kenningu verða.” Peningunum lét keisarinn svo útbýta meðal fátæklinga þar á staðnum. F. Hvernig byrjar þú daginn ? Eg var að heimsækja einn af slcólum vorum og sjá hvernig alt færi fram. Eg gekk frá einni deildinni til annarar. Þeg- ar eg kom til trésmiða verkstæðisins sá eg nokkuð sem fékk mig til að staðnæm- ast. Eormaðurinn fyrir þeirri deild hafði drengina í hálfhring 'fyrir framan sig. Hann var að segja þeim fyrir verkum. Eg gekk til hliðar, tók ofan hattinn og hlustaði. Allir stóðu grafkyrrir og stein- þegjandi og hlustuðu með athygli á hvert orð. Það sem kennarinn sagði hefir einnig verið mér til uppörfunar í starfi rnínu. Þegar hann hafði lokið máli sinu sneri hann sér að einum drengjanna og sagði: “Bróðir—viltu biðja með okkur áður en við tökum til starfa?” Allir hneigðu höf- uð sín meðan pilturinn var að biðja. Hann bað Guð að gefa þeim öllum heilsu, krafta og viziku, svo að hver einstakur meðal þeirra gæti unnið starf sitt þannig að það væri honum þóknanlegt. Eg gleymi aldrei þeirri bænastund. Hvernig er það bróðir minn, systir og vinur? Biður þú til Guðs áður en þú fer til vinnu á morgnana? Þakkar þú Guði fyrir umönnun hans og varðveizlu yfir þér á umliðinni nóttu? Er þetta það fyrsta, sem þú gjörir er þú vaknar? Hversvegna ekki hafa það fyrir sið ? Þér mun líða betur fyrir það og þú öðlast full- vissuna um að Jesús er með þér allan daginn. F. I. M. Heilrœði Gættu þín fyrir þeim vinurn, sem tala illa um aðra, jafnvel þó þeir séu góðir við þig, því þeir fylla flokk djöfulsins, sem er áklagandi bræðra vorra (Opinb. 10:12). Þeir hindra samfélag þitt við

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.