Velferð - 01.05.1989, Qupperneq 3
VELFERÐ
1. árg. 1. tbl.
Málgagn og fréttabréf
Landssamtaka hjartasjúklinga
Ritstjóri:
Alfreð Georg Alfreðsson, ábm.
Ritnefnd:
Anna Edda Ásgeirsdóttir,
næringarfræðingur
Hallur Hermannsson, skrif-
stofustjóri
Tryggvi Sveinbjörnsson, bók-
bindari
Framkvæmdastiórn:
Stjórn Landssamtaka hjarta-
sjúklinga
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
Rvík, sími 25744
Auglýsingar:
Fjáröflunarnefnd L.H.S.
Rúrik Kristjánsson form.
Útlitshönnun:
Haukur Már Haraldsson
Setning & Prentun
Filmur og Prent
Ármúla 38, Reykjavík
Efnisyfirlit bís.
Ritstjórarabb .............. 3
Saga félagsins,
Ingólfur Viktorsson........... 4
Stofugangur................. 9
Mataræði, eftir
Önnu Eddu Ásgeirsd......... 10
Bráðaþjónusta:
Gestur Þorgeirsson,
læknir..................... 12
Endurhæfing:
Haraldur Steinþórss........ 14
Framfarir, eftir
Prófessor Snorra Pál
Snorrason.................. 17
Ýmislegt............ 8, 11, 18
J^ J^\y
NÝR TENGILIÐUR
í FÉLAGSSTARFINU
Ágcetu lesendur. Samkvæmt ákvörðun stjórnar Landssamtaka hjartasjúkl-
inga, kemur þetta blað, .VELFERÐ, nú fyrir sjónir ykkar í fyrsta skipti. Til-
gangur blaðsins er að vera málgagn og fréttabréf landssamtakanna, þ.e. að
koma á framfæri fræðslu um hjarta- og æðasjúkdóma og helstu nýjungum
í meðferð á þeim, miðla hvers konar upplýsingum um starfsemi samtak-
anna og að vera tengiliður stjórnarinnar við hina almennu félagsmenn
víðs vegar um landið.
Til þess að ná fram þessum markmiðum munum við í ritstjórninni í
fyrsta lagi leitast við að hafa samráð og samvinnu við alla þá aðila í heil-
brigðisgeiranum, sem helga krafta sína baráttunni við þessa sjúkdóma. í
öðru lagi munum við falast eftir aðstoð ykkar, félagsmenn góðir og les-
endur allir, aðstoð, sem þarf að vera fólgin í því að þið látið í ykkur heyra
og leggið blaðinu lið með fyrirspurnum, athugasemdum, hugmyndum,
tillögum og svo síðast en ekki síst með greinum í blaðið. Miðstöð sam-
bands ykkar við blaðið verður að sjálfsögðu skrifstofa landssamtakanna,
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu í Reykjavík, sími 25744, auk þess sem hægt
er að hafa samband beint við ritstjóra og ritnefndarmenn.
Áætlað er að blaðið komi út 2svar—3svar á ári og mun það verða sent
ókeypis til allra félagsmanna og velunnara samtakanna, auk þess sem það
mun gefið öllum sjúkrahúsum landsins, heilsugæslustöðvum, iæknastof-
um, apótekum og fleiri stofnunum og aðilum, sem kunna að óska eftir því
að það liggi frammi til lesturs.
Fjármögnun blaðsins er fyrirhuguð með auglýsingum og sölu styrktar-
lína, og er þetta fyrsta tölublað þannig fjármagnað. Landssamtök hjarta-
sjúklinga eru nefnilega það lánsöm að eiga fjölda velunnara í röðum versl-
unar og viðskipta, iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar, og reyndar í
öllum greinum þjóðfélagsins, sem vilja styðja við bakið á samtökunum.
Þess vegna berum við ekki kvíðboga fyrir fjárhagshlið útgáfunnar, heldur
viljum við þakka fyrir þennan mikla stuðning, bæði þeim, sem við höfum
enn ekki leitað til og svo sérstaklega þeim, sem styrktu útgáfu þessa fyrsta
tölublaðs. Hjartans þakkir.
Undirbúningsnefnd að stofnun Landssamtaka hjartasjúklinga. Talið frá
vinstri: Ingólfur Viktorsson, Karl Friðrik Kristjánsson, Reynir Eyjólfsson, Sig-
urveig Halldórsdóttir, EmilBjömsson, Björn Bjarman, Trausti Sigurlaugsson,
Jóhannes Proppé og Alfreð G. Alfreðsson.