Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 10

Velferð - 01.05.1989, Blaðsíða 10
10 BORÐUM OF MIKLA FITU, SYKUR OG SALT „Þó allt sé matur sem í magann kemur þá er sú fæða misæskileg til neyslu. “ Það er ekki nóg fyrir okk- ur að vera södd, við þurfum einnig að vera rétt nærð. Mikilvægi þess að velja fjölbreytta fæðu er það að engin ein fæðutegund er upp- spretta fyrir öll þau næringarefni sem líkamanum eru nauðsynleg. í neyslukönnun sem gerð var hér á landi fyrir um 10 árum síðan kom fjram að við borðum of mikið af fitu, sykri og salti. En of lítið af grænmeti, ávöxtum og grófum kornmat. Hefur þú nokkuð íhugað hve mikil neysla þín er af fitu, sykri og salti? Hve mikið þú borðar af græn- meti, ávöxtum og grófum korn- mat? Telur þú einhverju ábótavant í þínum neysluvenjum? Eflaust geta margir svarað því játandi en aðrir neitandi. En til þess að breyta neysluvenjum þurfum við öll, hvert og eitt okkar, að líta fyrst í eigin barm og íhuga hvernig neyslu okkar er háttað. Við verðum einnig að vilja gera þær breytingar á neysluvenjum sem við vitum að eru æskilegar. Það er ekki nóg fyrir okkur að taka við leiðbeiningum um æskilegar neysluvenjur og stinga þeim ofan í skúffu og halda síðan áfram á sömu braut og áður. í mínum huga er það engin spurning að við getum flest öll gert einhverjar breytingar til bóta. Við vitum öll að mikil fituneysla er ekki heppileg fyrir neinn. Mikil fituneysla á sinn þátt í offituvanda- máli margra og einnig er talið að mikil neysla á harðri fitu auki frek- ar líkurnar á kransæðasjúkdómum. Hvernig getur þú minnkað þína neyslu? Þú gerir það með því að velja t.d. frekar magrar kjötafurðir í staðinn fyrir feitar. Sneiðir hjá feitum mjólkurafurðum og varast neyslu á feitu kaffibrauði, t.d. inni- heldur ein formkökusneið jafn mikla fitu og er í 2 teskeiðum af smjörlíki og í 100 ml af rjóma er álíka mikil fita og er í rúmlega 8 te- Svipmynd frá 5 ára afmœlisfundi Landssamtaka hjartasjúklinga.

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.