Velferð - 01.05.1989, Page 11

Velferð - 01.05.1989, Page 11
Anna Edda Ásgeirsdóttir höfundur þessarar greinar er nœringarfrœðingur og starfar á Borgarspítalanum. skeiðum af smjöri. Sneiddu einnig hjá neyslu á tólg, mörfloti, hnoð- mör og annarri harðri fitu, hver matskeið sem þú lætur út á fiskinn inniheldur um 15 g af fitu sem gef- ur þér jafn mikla orku og 2 meðal epli. Sykurneysla okkar er of mikil. Neysla á sykri og sykurauðugum fæðutegundum gefur okkur litla sem enga saðningu og auðvelt er að bæta þeim ofan á saddan maga. Ef þú borðar um 100 hitaeiningar á dag umfram orkuþörf líkamans þá bætir þú á þig um 5 kflóum í þyngd- araukningu á einu ári. Það samsvar- ar því að þú drekkir um 1 glas af ávaxtasafa eða sætum gosdrykk eða notir um 5 sléttfullar teskeiðar af sykri íkaffi á dag. Sælgætisneysla okkar íslendinga er um 11 tonn á dag eða um 1 'h kfló á mann á mán- uði. Hefur þú nokkuð íhugað hve mikil þín neysla er? Saltneysla okkar er of mikil. En mikil saltneysla er álitin geta haft áhrif á háþrýsting. Þú getur minnk- að saltneysluna með því að borða minna af söltum og reyktum mat. Einnig með því að nota minna salt við matreiðslu. Niðursoðið græn- meti er yfirleitt soðið niður með salti, því er æskilegra að borða frek- ar ferskt eða fryst grænmeti. Við ættum flest öll að auka neyslu okkar á trefjaefnum. Trefja- efnin hafa þann eiginleika að geta bundið margfalda þyngd sína af vatni, í ristlinum verða þau því að burðarefni hægða. Trefjaefnin eru því mikilvægur þáttur til að koma í veg fyrir hægðatregðu. Einnig mettar trefjaefnarík fæða okkur betur heldur en trefjaefnasnauð fæða gerir. Þú getur aukið trefja- efnaneysluna með því að velja frek- ar brauð og annan kornmat sem bakaður er úr grófu korni, í staðinn fyrir þann sem bakaður er úr hvítu hveiti, t.d. velja klíðisbrauð og önnur gróf brauð í staðinn fyrir hveitibrauð. Einnig með því að borða gróft morgunverðarkorn, s.s. All-Bran, Weetabix, hafragraut eða krúsku í staðinn fyrir Coco Puffs eða annað sykurhjúpað morgunverðarkorn. Einnig með því að auka neyslu á ferskum ávöxt- um og grænmeti. Við þurfum oft að beita okkur vissum aga til að breyta því neyslu- munstri sem við höfum tamið okk- ur og við gerum það ekki á einum degi. En við þurfum að vera jákvæð og vilja gera þær breytingar sem við vitum að eru æskilegar. Hafðu einnig í huga að það er mun betra fyrir líkamann að borða fleiri og smærri máltíðir í staðinn fyrir að borða fáar og stórar. Ef við sleppum úr máltíðum hættir okkur til að borða meira í næstu máltíð og á þann hátt innbyrðum við oft meiri orku. Ég hef aðeins stiklað á stóru í sambandi við æskilegar neyslu- venjur. En ef þú hefur einhverjar spurningar fram að færa er þér vel- komið að senda mér línu á skrif- stofu Landssamtaka hjartasjúklinga og ég mun leitast við að svara þeim eftir bestu getu. A.E.Á. MINNINGARKORT Landssamtaka hjartasjúklinga 25744 Innheimt meö gíróseðli Listi yfir alla afgreiðslustaði minningarkortanna er í blaðinu

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.