Velferð - 01.05.1989, Page 13

Velferð - 01.05.1989, Page 13
því móti einu megi vænta þess að viðunandi árangur náist í þessum erfiðu tilfellum (1). Meðal flestra vestrænna þjóða eru nú svipaðar áherslur og svipuð kennslugögn notuð. Starfsemi neyðarbilsins og árangri af hinni sérhæfðu neyðar- þjónustu x Reykjavík á árunum 1982-1986 hefur nýlega verið lýst í mjög fróðlegri grein (2). Þar kemur fram að á þessum árum var endur- lífgun reynd í 138 tilvikum. Af þessum sjúklingum náðu aðeins 17% að útskrifast af spítalanum. Vitni voru að hjartastoppi í 98 til- fellum. Nærstaddir hófu endurlífg- un í 36 tilvikum, sem bætti horfur þeirra sjúklinga verulega þannig að 19 (33%) þeirra útskrifuðust af sjúkrahúsi. Aðeins 5 sjúklingar af hinum 62 sem fengu enga öndun- arhjálp eða hjartahnoð fyrr en neyðarbíllinn kom á staðinn kom- ust til það góðrar heilsu að geta út- skrifast af spítala. Af þessu má draga þá ályktun að allt of fáir kunni grundvallaratriði endurlífg- unar og þörf sé verulegs átaks í þeim efnum. Meðal viðbragðstími neyðarbíls- ins var 5 mínútur, þ.e. 5 mínútur liðu þar til unnt var að veita sér- hæfða læknisþjónustu svo sem raf- stuð, sem er þó 7 mínútum fyrr en tíðkaðist fyrir 1982. í greininni kemur fram að miklu skipti, að við- bragðstíminn sé sem stystur og horfur sjúklinga bötnuðu eftir því sem viðbragðstíminn styttist. Helstu niðurstöður og ábendingar verða þá þessar. 1. Miklu skiptir að sjúklingur með kransæðastíflu komist sem allra fyrst á spítala til sérhæfðrar meðferðar. 2. Allir ættu að þekkja neyð- arsíma síns svæðis, í Reykja- vík 1-11-00. 3. Allir ættu að kunna grund- vallaratriði endurlífgunar. 4. Horfur sjúklings sem fer í hjartastopp hatna að mun, ef nærstaddir hefja endur- lífgun. Hcimildir: 1. Standards and guidelines for Cardiopul- monary resuscitation and emergency car- diac care. JAMA 1986;255:2905-2984. 2. O. Einarsson, F. Jakobsson, G. Sigurðs- son. Advanced cardiac life support in the prehospital setting: The Reykjavík experi- ence. Journal of Internal Medicine 1989; 225: 129-135. MINNINGARKORT Landssamtaka hjartasjúklinga tást á eft- irtöldum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744 Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti og Bókabúð Vesturbæjar, Víðimel. Seltjarnarnes: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri. Kópavogur: Veda bókaverslanir, Hamra- borg 5 og Engihjalla 4 Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurv. 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðar- túni 3 ísafjörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Árneshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finn- bogastöðum Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holta- braut 12 Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Viðimýri 8 og Bókabúðirnar á Akureyri Húsavík: Bókaverzlun Þórarins Stefáns- sonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaðir: Steinþór Erlendsson, Lauf- ási 5 Höfn, Hornafirði: ErlaÁsgeirsdóttir, Mið- túni 3 Vestmannaeyjar: Axel Ó. Lárusson skó- verzlun, Vestmannabraut 23 Sandgerði: Póstafgreiðslan, Suðurgötu 2-4 Keflavík: Bókabúð Keflavíkur, Sólvalla- götu 2 Frá afhendingu ,,Björgunar Önnu“ (Resusci Ann); aðstandendur L.H.S. og Borgarspítalans.

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.