Velferð - 01.05.1989, Qupperneq 17

Velferð - 01.05.1989, Qupperneq 17
-------------------- FRAMFARIR MEÐ TILKOMU NÝRRAR TÆKNI Með stofnun Landssamtaka hjarta- sjúklinga var stórt og markvert spor stigið í baráttunni við hjarta- sjúkdóma hér á landi. En eins og menn vita eru þessir sjúkdóm- ar, einkum kransæðasjúkdómar, með þeim skæðustu, sem hrjá landsmenn. Það eru gjarnan menn í fullu fjöri og á besta aldri sem verða fyrir barðinu á þessum sjúk- dómi, svo sem margir stofnendur Landssamtakanna hafa reynt og mega gerst vita. Þegar kransæðasjúkdómar tóku að ágerast mjög meðal vestrænna þjóða í kjölfar iðnvæðingar og stór- breyttra lífskjara hér á landi um og eftir 1940, þá stóðu menn býsna berskjaldaðir og ráðþrota í fyrstu gegn vágesti þessum. Síðan hafa margir góðir sigrar unnist vegna framfara í læknisfræði og ýmsum vísindagreinum sem henni tengj- ast. Einkum hafa orðið stórstígar framfarir í greiningu og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma á undan- förnum áratugum. En minna hefur áunnist í for- varnarstarfi á þessu sviði, enn sem komið er. Við íslendingar höfum lengst af barist íbökkum með að nýta okkur þá möguleika sem vísindalegar uppgötvanir í hjartasjúkdómum hafa boðið upp á, en stórþjóðirnar hafa haft bolmagn til að hagnýta sér. Helstu aðferðir við greiningu hjartasjúkdóma voru lengi vel, auk hjartahlustunar, sem enn er í fullu gildi, hjartarafrit og venjuleg rönt- genmynd af hjarta. Greiningarað- ferðir þessar dugðu oft skammt og það var ekki fyrr en eftir 1960 að hjartaþræðingar og sérhæfðar rönt- genmyndatökur af hjarta voru inn- leiddar hér á landi, all löngu eftir að þær voru teknar upp erlendis. Þessum rannsóknaraðferðum var Hjartarafsjárbúnaónr í Lanclspítalanum. Tœkin erugjöffrá Landssamtökum hjartasjúklinga. beitt sérstaklega við greiningu og rannsóknir á meðfæddum hjarta- göllum og við sjúkdóma í hjarta- lokum og einnig sem undirbúning- ur fyrir skurðaðgerðir á framan- greindum hjartasjúkdómum. Reyndin varð sú að miklar framfar- ir í skurðlækningum á þessu sviði sigldu í kjölfarið. Einnig óx þekk- ing manna á starfsemi hjartans með hinum nýju rannsóknaraðferðum, sem sífellt voru endurbættar. Ekki létu menn hér staðar num- ið, stórt framfaraspor var stigið

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.