Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 5

Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 5
Hfartaheíí! Pétur Bjarnason Múmía Hjartakvillar fyrr og nú Hjartasjúkdómar eru ekki nýir af nálinni. Rannsóknir á múmíum hafa sýnt fram á að yfirstétt í : Egyptalandi var ekki laus við þá og það hefur verið staðfest að kínversk kona sem dó fyrir 2100 árum lést af bráðum hjartasjúkdómi. Vinstri kransæð hennar var stífluð. í gröf konunnar fundust jurtalyf sem vaninn var að gefa hjartveikum. Sennilega hafa þessir kvillar einskorðast fyrst og fremst við þá sem betur máttu sín, en alþýðan var líklega laus við þá. Fyrstur lækna til að lýsa einkennum við hjartaöng, sem verður vegna skerts blóðstreymis til hjartans og súrefnisskorts, var William Heberden, sem var uppi 1710-1801. Hann gerði þetta í fyrirlestri í London árið 1768. Árið 1859 birtu tveir sænskir læknar í fyrsta sinn nákvæma lýsing á klínískri meinafræði- og líffærafræðirannsókn á sjúklingi sem lést úr hjartadrepi. Pað var greinilega ekki algengt á þessum tíma. Tíðni hjartasjúkdóma fór hins vegar vaxandi jafnt og þétt frá 1935 til 1980, en þá fór heldur að draga úr henni aftur. Meðgöngutími æðakölkunar er talinn vera um það bil 10 ár. Á það hefur verið bent, að á þriðja áratug 20. aldar hafi notkun harðrar fitu hafist en það hafi valdið aukinni neyslu á transfitusýrum. Þær eru víða taldar sambærilegar við mettaða fitu sem álitin er eiga þátt 1 kölkun æðaveggja. í mörgum löndum er fólki ráðlagt að draga úr neyslu á transfitusýrum. í Danmörku hafa menn stigið einu skrefi lengra með skýrum ákvæðum um hámark harðrar fitu í matvælum. Ef til vill á þetta sinn þátt í því að dregið hefur úr tíðni bráðs hjartadreps. 1 Upphaf hjartaskurðlækninga er talið vera þegar bandaríski skurðlæknirinn Robert Gross lokaði æð á milli aðalslagæðar lungnanna og aðalslagæðar líkamans árið 1939. Þessi æð flytur blóðið milli þeirra í fósturlífi en lokast yfirleitt eftir fæðingu. Geri hún það ekki þarf að loka henni. Vél sem sér um starfsemi hjartans meðan á aðgerð stendur var í þróun frá 1934 fram til ársins 1953, að hún var fyrst reynd i aðgerð með mjög góðum árangri. Það var bandarískur læknir að nafni Gibbon sem fann upp þessa vél, ásamt Maly, verðandi eiginkonu sinni, sem einnig var læknir. Þetta var bylting í skurðlækningum.2 Hjartaþræðingar hófust fyrst á þriðja áratug síðustu aldar, en hér á landi var farið að framkvæma þær á Landspítalanum á þeim sjöunda. Um svipað leyti var sett á stofn hjartagjörgæsla á Landspítala og farið var að mynda kransæðar. í kjölfarið var settur William Heberden ---------V í þrjátíu ár Hjartaþrœðingarvél af fullkomnustu gerð. gangráður í sjúkling í fyrsta sinn hér á landi, um tuttugu árum eftir að slíkar aðgerðir hófust erlendis. ísetning bjargráðs kom á næsta áratug og eftir 1980 varð þróunin ör, kransæðavíkkun, brennsluaðgerðir og flóknari skurðaðgerðir.3 Hjartaígræðsla var fyrst framkvæmd af Dr. Christian Barnard í Suður Afríku 1967 og margar slíkar aðgerðir fylgdu í kjölfarið, en gengu flestar illa vegna höfnunar. Þessar aðgerðir voru i framhaldi af því víða bannaðar. Eftir að lyfið cyclósporín kom til sögunnar um 1980 óx áhugi manna aftur á hjarta- og öðrum líffæraflutningum og þær fóru að ganga vel. Skortur á líffærum hefur takmarkað fjölda þessara aðgerða, en um aldamót voru um 4000 slíkar aðgerðir framkvæmdar árlega í Evrópu og Bandaríkjunum.4 Þróunin á íslandi Það hefur víða komið fram að hjartasjúkdómar tilheyri svonefndum „lífsstílssjúkdómum“. Þó þeir hafi verið sjaldgæfir hjá alþýðu manna fyrr á öldum, hafa kjör manna jafnast nægilega til þess að almenningur getur nú leyft sé þann munað í mat og drykk sem yfirstéttin ein gat áður. Á sama tíma hafa starfsgreinar breyst og kyrrsetufólki fjölgað. Því miður hefur þetta leitt af sér verulega fjölgun hjarta- og lungnasjúkdóma ásamt fleiru. Líklega hefur þróunin hérlendis verið lík því sem greint er frá hér að framan og hámarki í hjartatilfellum verið náð á níunda áratugnum. Þá fór að draga úr reykingum og gildi hreyfingar komst í umræðuna auk þess sem hjartalækningum fleygði fram hérlendis sem erlendis. Þessi þróun hefur haldið áfram síðan. Á tímabilinu 1971 - 1979 mátti rekja tæplega helming dauðsfalla íslendinga til hjartasjúkdóma og „ ... var þá svo komið að læknar hérlendis sem erlendis höfðu tilhneigingu til þess að flokka þessa sjúkdóma undir eins konar faraldur eða jafnvel farsótt."5 Ekki var komin aðstaða til þess að framkvæma hjartaskurðaðgerðir hér heima og var algengast að sjúklingar væru sendir til Englands i slíkar aðgerðir. Möguleiki var að fara til Bandaríkjanna en það var mun dýrara, og þurftu sjúklingar því að hafa allgóð fjárráð til að borga mismuninn. Það var ekki fyrr en 1985 að formleg heimild til að hefja hjartaskurðlækningar Velferð 5

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.