Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 14

Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 14
c----------------------------------------------------- fram I greinargerð Auðar Ólafsdóttur sjúkraþjálfara, sem tók saman niðurstöður úr mælingunum.25 Hápunkti náði þessi starfsemi með ferðalagi SÍBS lestarinnar, sem fór 1 tíu daga ferð um Norður- og Austurland haustið 2007 og hitti þar á annað þúsund manns til mælinga og ráðgjafar. Mikil þátttaka er jajnan í mœlingum Hjartaheilla og SÍBS. Hér er myndfrá Glerártorgi á Akureyri ájerð SÍBS lestarinnar. Samráð var haft við svæðisfélög, og heilsugæslufólk á viðkomandi stöðum lagði fram aðstöðu og vinnu. Siðan var farið í viku „SÍBS lestarferð“ til Vestfjarða árið 2009 með góðum árangri. Þessu starfi hefur verið haldið áfram og mælt hefur verið víðs vegar um landið, á Suðurlandi 2011 og Reykjanesi 2012. Hringferðinni um landið lauk með mælingum í Reykjavík snemma á árinu 2013. Það er samdóma álit allra sem að þessu starfi hafa komið að þarna sé mikilvæg leið til þess að finna einstaklinga sem hafa of há gildi og beina þeim í hendur heilsugæslufólksins til frekari rannsókna og meðferðar. Niðurstöður úr mælingunum hafa verið teknar til úrvinnslu, m.a. af háskólanemendum til þess að vinna frekar úr þeim. Útgáfu og kynningarmál Áður hefur verið sagt frá blaðinu Velferð, sem komið hefur út samfellt frá stofnun þess 1989 og hefur bæði verið gagnleg Sigurjón Jóhannsson Eggert Skúlason Þórir Guðbergsson Sveinn Guðmundsson Fjórir ritstjórar Velferðar. fréttaveita og einnig hefur verið aflað fjár með auglýsingum. Sigurjón Jóhannsson tók við ritstjórn af Halli Hermannssyni 1995, en hann hafði þá stýrt blaðinu um margra ára skeið. Eggert Skúlason var ritstjóri Velferðar árin 2003 til 2007, en þá tók Þórir Guðbergsson við. Þegar Þórir lét af þessu starfi í árslok 2010 var ákveðið að leita samstarfs við önnur félög innan SIBS um sameiginlega blaðaútgáfu. Voru haldnir nokkrir fundir um málið, en ekki varð samstaða og var horfið frá þessu.26 Sveinn Guðmundsson tók þá við ritstjórn Velferðar og hefur séð um blaðið síðan. Þegar litið er yfir söguna er Velferð mjög gagnleg sem heimildarit. Hin síðari ár hefur einnig verið gefið út mikið af fræðsluefni ásamt því að styðja slíka útgáfu hjá öðrum. Ein fyrsta útgáfa LHS var kynningarrit um samtökin, almenningi til upplýsingar. Þá var gefið út ritið Hjartasjúkdómar, varnír, lœkning, endurhœfing árið 1992 og það hefur síðan verið endurútgefið á nokkurra ára fresti og efnið uppfært. Eru Ijón í veginum? hefur verið einnig vinsælt rit. Samtökin hafa etnnig gefið út myndbandið Hjartans mál svo og Hjartabókina sem gefin var til Hjartadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut og hefur verið uppfærð eftir þörfum. Þá má nefna myndbandið Grettir - Þroskasaga hjartasjúklings. Heimasíða samtakanna www.ihs.is kom til sögunnar nokkru fyrir síðustu aldamót og hefur verið að sækja I sig veðrið alla tíð síðan sem upplýsingamiðlun og fréttatorg. Nafnbreyting varð á slðunni eftir 2004 og heitir hún síðan: www.hjartaheill.is. Samvinna er innan SÍBS um sameiginlegar fréttir og ýmislegt fleira sem streymir á milli slðanna. Lyfjaverð á íslandi Hjartaheill hefur leitast við að fylgjast með lyfjaverði I landinu, gert kannanir og bent á það sem betur má fara. Hjartaheill og SÍBS eiga nú beina aðild að lyfjagreiðslunefnd. Hjartaheill samdi um verulegan afslátt hjá Lyfju, sem var I gildi I nokkur ár og kom sér vel fyrir félagsmenn. Lög um lyfjamál sem tóku gildi 1. október 2008 felldu niður heimild til að veita slíkan afslátt og var honum þá hætt. Framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason hefur verið áhugasamur um eftirlit með lyfjaverði og lækkun þess hér á landi. Lagt var upp með viðamikla verðkönnun á árinu 2007 á vegum Hjartaheilla. Niðurstaða fékkst ekki og áhugi manna á að taka þátt olli verulegum vonbrigðum. Fáir tóku þátt I könnuninni. Reynt var að auglýsa eftir sjálfboðaliðum I SÍBS blaðinu án þess að einn einasti gæfi sig fram og var því sjálfhætt I það skiptið. Hjartaheill hefur eftir sem áður fylgst vel með lyfjaverðsmálum og haft mikil samskipti við ýmsa sem að þeim málum koma.27 Söfnunarkúlurnar Rúrik Kristjánsson hefur alla tíð verið mjög öflugur I fjáröflun fyrir Hjartaheill eins og fyrr er getið. Nokkru fyrir síðustu aldamót las hann grein um ítalska ráðstefnu, þar sem m.a. var sagt frá söfnunarbaukum sem lágu frammi víða og reyndust vel. Rúrik sá þarna leik á borði fyrir Hjartaheill, lét útbúa bauk með nafni og merki Landssamtaka hjartasjúklinga og lét liggja frammi I Árbæjarapóteki. Þar sem þetta gafst vel voru gerðar 14 velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.