Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 15

Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 15
9 söfnunarkúlur úr plasti og settar í tíu apótek til viðbótar, og þær skiluðu allar góðum árangri. Pessar söfnunarkúlur hafa reynst afar góð leið til fjáröflunar. Pær hafa verið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, á ðllum útsölustöðum Nl, í öllum lyfjabúðum og fjölmörgum verslunum. Rúrik hefur frá upphafi annast eftirlit með þessum gullgæsum, en það þarf að tæma baukana reglulega og fylgjast með að þeir séu sýnilegir og þetta kostar umtalsverða vinnu. Jónas Jóhannsson vann með Rúrik að þessu í mörg ár, en hann lést í ársbyrjun 2013. Velunnarar Hjartaheilla, sem átt hafa leið út fyrir landssteinana hafa oftar en ekki farið með poka af erlendri mynt úr kúlunum til að skipta í seðla og síðan í gjaldmiðil sem nýttist Hjartaheill í starfi sínu. Pegar upp er staðið hefur þetta reynst ein öflugasta og ódýrasta fjáröflun sem samtökin hafa staðið fyrir og hefur hún skilað ófáum krónum í kassann.28 Það getur tekið á aðflokka og telja erlenda mynt. Framlög og gjafir. Eins og að framan greinir snerist starf Landssamtakanna frá upphafi um að safna fé til að bæta aðstöðu til lækninga á hjartasjúkdómum, m.a. með kaupum á nauðsynlegum tækjum fyrir sjúkrahús. Einnig var allmikið um að samtökin tæku þátt í sjúkrakostnaði félagsmanna sinna í formi styrkja. Fyrsta fjáröflunarverkefni LHS var að safna tæpum tveimur milljónum króna fyrir hjartasónartæki til Landsspítalans árið 1984. Á þeim tíma var skammur tími liðinn frá myntbreytingu og tvær milljónir nýkróna jafngiltu tvö hundruð milljónum gamalla króna. Petta var því stórfé. Hér er ekki unnt að tíunda allt það sem gert hefur verið í áranna rás, en söfnunarfé nemur yfir 200 milljónum á verðlagi hvers tíma. Framreiknað yrði þetta margfalt hærri fjárhæð. Tækjabúnaður til hjartaskurðlækninga er mjög tæknivæddur og úreldist á tiltölulega skömmum tíma. Pað hefur því skipt miklu máli fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu að eiga slík samtök að bakhjarli, en hið sama má segja um fjölmörg önnur sjúklingasamtök sem hafa farið líkt að. Án samhjálpar fjöldans sem hefur verið virkjaður með þessum hætti væri búnaður íslenskra sjúkrahúsa líklega fátæklegri en raun ber vitni. Gullmerki LFIS Á 12 ára afmæli Landssamtakanna var ákveðið að láta gera gullmerki á vegum LHS og heiðra með því félaga sem skarað hefðu fram úr í störfum í þágu samtakanna. Heiðursmerki úr gulli voru veitt í fyrsta skiptið hinn 28. október 1995 því fólki sem skipuðu fyrstu stjórnina. Þau voru: Ingólfur Viktorsson, Alfreð G. Alfreðsson, Björn Bjarman, Jóhannes Proppé og Sigurveig Halldórsdóttir. Alls hafa 28 einstaklingar verið heiðraðir með þessum hætti. Þá voru einnig framleidd silfurmerki sem áformað var að deildirnar gætu notað til þess að veita viðurkenningar innan sinna raða. Minna varð úr að það væri gert og er vitað um sjö einstaklinga sem fengu silfurmerki hjá deild sinni. Perluvinir Perluvinir er gönguhópur sem stofnaður var á vegum LHS en hefur ávallt verið opinn öllum áhugasömum. Nafn sitt dregur hann af einu helsta kennileiti borgarinnar, Perlunni í Öskjuhlíð, en þar mæta Perluvinir jafnan klukkan 11 á laugardögum, ganga í klukkutíma og fá sér síðan súpu í Perlunni. Pessi gönguhópur var stofnaður í janúar 1999, hefur starfað síðan og þátttaka er án allra skilyrða annarra en mæta og ganga. Frá upphafi hefur Rúrik Kristjánsson verið leiðtogi hópsins. Það fellur nánast aldrei úr dagur hjá göngufólkinu, en helst hefur það borið við ef jóla- eða nýársdagur hefur verið á laugardegi. Hópur Perluvina fyrsta veturinn, 1999. Og enn er gengið á laugardögum. Perluvinir hafa gengið um allt höfuðborgarsvæðið og víðar. Sem dæmi má nefna Öskjuhlíðina, Nauthólsvík yfir í Skerjafjörð, Fossvogsdal, Laugardal og Laugarnes, Elliðaárdalinn, Kársnesið, Álftanes, Grafarvog og Geldinganes, Heiðmerkurslóðir, Grandann, Seltjarnarnes, Vatnsmýrina og margar fleiri leiðir. Þar að auki hefur verið lagt í ferðir á Þingvöll, í Viðey og Engey.29 Stórsveit SÍBS Starfandi hefur verið nokkuð á annan áratug eins konar „jólaballahljómsveit“, sem kennir sig við SÍBS. Upphaflega var hún nefnd SÍBS bandið, en síðar þegar fjölgaði í bandinu fékk hún nafnið Stórsveit SÍBS. Upphaf þessa var, að Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri SÍBS var fenginn til að spila á píanó á jólaskemmtun Neistans, Rúrik við eina af söfnunarkúlunum góðu. VELFERÐ 15

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.