Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 8

Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 8
c--------------------------------------------------------- blaðið Reykjalund og hefja útgáfu SÍBS frétta var LHS boðið að vera þáttakandi i þeirri útgáfu og birta þar efni um starfsemi sína. Blaðið yrði sent ókeypis til allra félaga SÍBS og LHS. Pessi boði var tekið með þökkum, enda töldu landssamtökin sig enn ekki hafa bolmagn til eigin útgáfu.11 Var fréttapistill frá LHS fastur liður í SÍBS fréttum á næstu árum, sem þar með bárust til félagsmanna LHS ásamt aðildarfélaga SÍBS. Samtökin styrkjast í sessi Á aðalfundi í júní 1985 voru félagar LHS orðnir um 500. Par var samþykkt tilaga um að ráða starfsmann á skrifstofu samtakanna. Var Hallur Hermannsson ráðinn til að stýra skrifstofunni frá 1. ágúst það ár. Jafnframt tók hann sæti í ntnefnd SÍBS frétta frá sama tíma. Hallur hafði verið skrifstofustjóri hjá Ríkisskipum, en nýverið látið af Hallur Hermannsson störfum. Á árinu 1986 tæmdist LHS arfur, sem nýttist vel til að koma traustari fótum undir starfsemina og styrkja félagsstarfið. Hjá systursamtökum erlendis var þetta mjög algengt, að velunnarar samtakanna arfleiddu þau að eignum sínum. Pet-ia hefur af og til síðan gerst hjá LHS og síðar Hjartaheill og hafa þeir fjármunir ætíð runnið beint til starfsins og helst til fjármögnunar á tækjakaupum, nema annað hafi verið áskilið.12 Sú gleðifrétt barst okkur í síðustu viku að fyrstu hjartasjúklingarnir hefðu verið skornir upp á hjartaskurðdeild Landspítalans þann 14., 16. og 18. júní s.l. [1986] og allt hefði tekist með dgœtum. Þetta eru stórkostleg tiðindi og nánast ótrúleg. ... Fjarlœgur draumur, en þó ákveðinn, sem sérstaklega var tekið fram á fyrsta fréttamannafundi samtakanna, að vceri eitt af aðalmarkmiðum þeirra, var að stuðla að því með öllum ráðum að hjartaskurðlœkningaryrðu fluttar heim á Landspítalann. Tæpum þrem árum síðar eru fyrstu kransæðasjúklingarnír skornir þar upp með prýðilegum árangri! Ég vil segja það að lokum að óskir og vonir okkar hafa sannarlega ræst'13 Þessar aðgerðir gengu vel, en ekki reyndist unnt í upphafi að anna þörfinni og þurfti því áfram að senda sjúklinga til London, tvo til þrjá í viku á árinu 1989. Pá höfðu verið sendir um 2000 sjúklingar til London eða USA frá því að hjartaskurðaðgerðir hófust um 1970.14 Valgeir Vilhjálmsson var fyrsti sjúklingurinn sem fór í hjartaaðgerð hér á landi og lifði góðu lífi í meira en aldarfjórðung eftir það. Valgeir var skemmtilegum maður og tiður gestur á skrifstofu Hjartaheilla. Þar gekk hann jafnan undir viðurnefninu „Valgeir fyrsti", sem hann kunni ekki illa við. Hann var spurður að því fyrir aðgerðina hvort hann kviði ekki fyrir að vera sá fyrsti sem færi í svona aðgerð hér á landi. „Nei, alls ekki,“ svaraði Valgeir. „Ég veit að þeir vanda sig sérstaklega við þann fyrsta!“ Öllum hagnaði af fjáröflun LHS 1986 var varið til kaupa á þolprófunartækjum sem voru afhent Reykjalundi, en tækin mæla súrefnisnotkun og kolsýringsmyndun líkamans. Voru tækin hluti af búnaði nýrrar endurhæfingardeildar á Reykjalundi, sem opnuð var 1987. HL stöðvar Endurhæfing hjartasjúklinga á Reykjalundi hófst sumarið 1982. Sérhæft starfsfólk var í framhaldinu ráðið að Reykjalundi og þessi starfsemi jókst jafnt og þétt og sannaði fljótt ágæti sitt. Fyrstu sjö árin nutu þessarar þjónustu tæplega níu hundruð hjartasjúklingar. Halldór Halldórsson, fyrsti íslenski hjartaþeginn og Rúrik Kristjánsson í söfnunarátaki fyrir stofnun HL stöðvarinnar. Fljótlega kom í ljós að þrátt fyrir góðan árangur á Reykjalundi var þörf á viðhaldsþjálfun eftir að dvölinni þar lauk, til að halda því þreki og þoli sem áunnist hafði. Vorið 1986 sendi stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga, ásamt Hjartavernd, SÍBS erindi um stofnun og rekstur hjartaþjálfunarstöðvar og var óskað eftir aðild Reykjalundar að rekstrinum. Þar var lagt til að Reykjalundur legði fram sérþjálfað starfsfólk og þekkingu, Landssamtökin sæju um að búa stöðina tækjum og Hjartavernd legði til húsnæðið. Sú breyting varð slðar að brjóstholssjúklingar skyldu einnig fá þjálfun í hinni nýju stöð. Þessu erindi var vel tekið af SÍBS sem urði stofnfélagar ásamt Hjartavernd og Landssamtökum hjartasjúklinga og lagði hvert þeirra kr. 500.000 til stöðvarinnar í upphafi. Ákveðið var að þetta yrði sjálfseignarstofnun sem fékk nafnið Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, sem fljótlega var stytt í HL stöðin í daglegu tali. Magnús B. Einarson var ráðinn yfirlæknir og yfirsjúkraþjálfari Soffia Steinunn Sigurðardóttir. Auk þeirra störfuðu þrír hjarta- og lungnalæknar við stöðina og þrír sjúkraþjálfarar. Leigusamningur var gerður við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra um afnot af húsnæði þess og tækjakosti að Háaleitisbraut 11 -13, en að auki voru keypt til stöðvarinnar ný og fullkomin tæki fyrir um fimm milljónir króna. Fyrstu sjúklingarnir komu til þjálfunar 3. apríl 1989 í fjórum hópum. Þá var gert ráð fyrir 118 plássum í stöðinni og mátti heita að þau væru fullbókuð. Hver hópur mætti þrisvar í viku í klukkustund í senn. Magnús B. Einarson yfirlœknir HL stöðvarinnar í Reykjavík. 8 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.