Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 10
Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga 1992. Aftari röð: Císli J. Eyland,
Haraldur Steinþórsson, Rúrik Kristjánsson, Sigmar Ingason, Ingólfur
Viktorsson og Jón Þór Jóhannsson. Fremri röð: Jóhannes Proppé,
Sigurður Helgason formaður samtakanna, Jón Júlíusson og Sigurveig
Halldórsdóttir.
og Jóhannes Proppé þingið af hálfu LHS, en Sigurður tók við
formennsku í samtökunum af Ingólfi Viktorssyni á aðalfundi
1990.
Á fyrsta þingi Landssamtaka hjartasjúklinga i mars 1991 var
samþykkt án mótatkvæða að óska eftir þvi að LHS yrði deild í
Sambandi íslenskra berkla- og brjósholssjúklinga. Pó enginn
greiddi atkvæði gegn tillögunni hafði komið fram nokkur
skoðanamunur í allsherjarnefnd um þessa tillögu. Þannig voru
skoðanir skiptar í upphafi, bæði í SÍBS og LHS um ágæti þessa
samstarfs. Haukur Þórðarson, formaður SÍBS, ávarpaði þingið og
sagði m.a. „að LHS yrði vel fagnað sem nýjum aðila innan raða
SÍBS.“19
í framhaldi af þessu gengu samtökin í Samband íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, árið 1992 og urðu um leið
aðili að Öryrkjabandalagi íslands.
Við það að fá Landssamtökin i raðir
sínar jókst félagatala SÍBS verulega
og frá upphafi og æ síðan hafa
hjartasjúklingar verið stærsta félagið
innan SÍBS. Hjartasjúklingar tóku frá
upphafi fullan þátt í starfi SÍBS, sátu
þing þess og fengu fulltrúa í stjórn.
Jón Þór Jóhannsson skrifaði um
Merki SÍBS þessar breytingar 1 Velferð í árslok
1992 og sagði m.a.:
En hvert erum við að stefna með
Landssamtök hjartasjúklinga með
því að gerast aðilar að SÍBS? Við
erum í fyrsta lagi að fylkja okkur
undir merki öflugra samtaka sem
hafa að einkunnarorði: Styðjum
sjúka til „sjálfsbjargar“ sem er
og hefur verið undirtónninn í öllu
okkar starfifrá upphafi. í öðru lagi
erum við að gerast sameigendur
og ábyrgðaraðilar að miklum
verðmætum sem eru falin í eignum
og rekstri eftirtalinna stofnana:
[Hér kom upptalning á stofnunum
SÍBS og starfi þeirra, sem er sleppt hér.] ... í þriðja lagi er það
mat stjórnenda Landssamtaka hjartasjúklinga að með aðild
samtakanna að SÍBS styrkjum við samtök okkar og leggjum
um leið ýmsum góðum málum lið sem við hefðum annars ekki
átt kost að sinna.20
Yfirleitt var samvinna góð milli SÍBS og LHS, en stundum var
meiningamunur á þingum og þá helst vegna lagabreytinga, þar
sem oft mátti skynja að hjartasjúklingarnir voru framsæknari
og djarfari í lagasetningu, en þeir sem fyrir voru aftur á móti
íhaldssamari. Ekki verða tíundaðar einstakar snerrur hér, enda
lagabreytingar til umræðu og afgreiðslu á flestum þingum,
en meðal þess sem tekist var á um var hámarksfjöldi fulltrúa
hvers félags innan SÍBS og áhrif þeirra á þingum, mismunandi
hugmyndir um skipulagsmál, opnun samtakanna fyrir fleiri
sjúklingahópum og það bar við að fulltrúum LHS þætti hinir
„eldri“ félagsmenn innan SÍBS nokkuð tregir til breytinga. Á móti
kom að fulltrúar berkladeildanna sökuðu stundum „hjartamenn"
um að fara offari og virða ekki gömul gildi og sjónarmið í starfi
SIBS.“ Aldrei urðu þessar deilur þó að vinslitum og hin síðustu
ár eru þessi gömlu skil á milli aðildarfélaga eftir því hvernig
þau tengdust SÍBS í upphafi að þurrkast út og mega heita úr
sögunni.
Fjáröflun fyrstu árin
Sala minningarkorta varð afar góð tekjulind eftir stofnun
styrktarsjóðsins og runnu tekjur af þeim beint í sjóðinn.
Merkjasala hófst árið 1985 og tókst vel. Kjörorð þá var: „Tökum
á -tækin vantar“. 1986 var kjörorðið: „Ert þú hjartagóður", 1988:
„Söfnum kröftum“, 1990: „Er hjartað á réttum stað?“ og 1992:
„Vinnum saman, verndum hjartað“. Þá voru seld jólakort og efnt
til skyndihappdrættis 1991.
Mikil vinna lá að baki öllu því sem gert var til fj áröflunar og þurfti
að undirbúa og skipuleggja vel. Fjáröflunarnefnd var því fljótlega
sett á laggirnar til að halda utan um starfið. Rúrik Kristjánsson
var í nefndinni frá upphafi og formaður hennar frá 1984. Rúrik
þótti einstaklega öflugur í starfinu og í stjórnarskýrslum frá
þessum árum er honum líkt við kraftaverkamann og þökkuð
góð störf. Þessi fjáröflunarstörf gengu yfirleitt afskaplega vel og
lögðu grunn að þeim stóru gjöfum sem LHS reiddi fram í þágu
heilbrigðismála, einkum með tækjakaupum til Landsspítalans en
einnig til Reykjalundar. Oft rétti LHS aðildarfélögum hjálparhönd
þegar einhvers þurfti með á landsbyggðinni. Þá er ótalið framlag
til HL stöðvanna í Reykjavík og á Akureyri.
Árið 1993 keypti LHS þriggja herbergja íbúð i Reykjavik í
samvinnu við Rauða kross íslands til afnota fyrir hjartasjúklinga
og aðstandendur þeirra, en hjartadeild Landspítala sá um rekstur
Mynd úr íbúð LHS við Lokastíg.
Jón Þór Jóhannsson
10 Velferð