Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 6
c
hér á landi var gefin. Það var Matthías Bjarnason, þáverandi
heilbrigðisráðherra sem veitti heimildina. Menntaðir læknar
voru fyrir hendi, en þjálfa þurfti annað starfslið og útvega
tækjabúnað, enda um mjög tæknivædda starfsemi að ræða. Á
þessum tímamótum reið það baggamuninn að nýstofnuð samtök
hjartasjúklinga öfluðu þess fjár sem þurfti og áttu oft síðar eftir
að leggja lið, eins og kemur fram hér á eftir.
Þórarinn Amórsson hjartaskurðlœknir og Valgeir G. Vilhjdlmsson, sem
jyrsturfór í opna hjartaaðgerð hér á landi, oft nefndur Valgeir fyrsti.
Þess má geta að fyrsta opna hjartaaðgerðin hér á landi var gerð
14. júní 1986 og það var Þórarinn Arnórsson sem framkvæmdi
hana með góðum árangri. Þetta olli straumhvörfum í meðferð
hjartasjúklmga. Fjöldi aðgerða jókst hratt og þær voru orðnar 270
árið 1994. Jafnhliða varð þróun í víkkun og fóðrum kransæða,
sem dró úr þörf skurðaðgerða, svo þeim hafði fækkað í 174 árið
1999. Þeim fjölgaði aftur og urðu 200-250 ár ári og flestar 274
árið 2008. Gangráðs- og bjargráðsaðgerðir eru yfir 300 á ári.6
Samkvæmt frétt í DV 6. október 1983, var þó gerð hjartaaðgerð
á neyðarstundu á Landsspítalanum haustið 1983:
Það óhapp varð að sjúklingur, sem gengist hafði undir
skurðaðgerð í Bretlandi, líkt og á annað hundrað Íslendíngar
gera árlega, veiktist snögglega þegar blceðing hófst frá
aðalslagœð. Blóð spýttist í allar áttir og lœknar Landspítalans
áttu ekki annars úrkosti en að ráðast í skurðaðgerð með
þeim tækjum sem tíl staðar eru og eiga fátt skylt með þeim
sem notuð eru við hjartaaðgerðir eða láta sjúklinginn deyja.
Lœknar Landspítalans lokuðu slagæðinni með berum höndum,
ef svo má að orði komast, aðgerðin heppnaðist, sjúklingurinn
lifir og þykir þetta með eindœmum.7
Anna Cronin heiðruð
í London var íslensk
hjúkrunarkona, að nafni Anna
Cronin, sem kom mörgum
íslenskum hjartasjúklingum til
aðstoðar meðan þeir dvöldu í
London vegna hjartaskurðaðgerðar.
Hún var sæmd Riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1982
fyrir einstæða ósérhlífni við að
aðstoða sjúklinga á allan hátt.
Er Anna Cronin kom hingað til
lands af þessu tilefni hélt hópur
hjartasjúklinga, sem hafði notið aðstoðar hennar ytra, frúnni
veglegt samsæti á Hótel Sögu í þakklætisskyni fyrir aðstoð hennar
í veikindum þeirra. Þetta var í ágúst árið 1982.
í þessu samsæti var kannaður vilji manna til þess að stofna
samtök þeirra sem glímt höfðu við þennan sjúkdóm og rituðu
tæplega tvö hundruð manns nöfn sín á lista, þar sem þeir lýstu
vilja sínum til að taka þátt í stofnun samtaka hjartasjúklinga.
Hugmyndinni var haldið vakandi og menn ræddu þennan
möguleika sín á milli. Hinn 26. maí 1983 var boðað til fundar
í Domus Medica, þar sem mættu um 100 manns. Ákveðið var á
þeim fundi að samtökin yrðu formlega stofnuð í september sama
ár. Níu manna nefnd var kosin til að undirbúa stofnfundinn.
í nefndina völdust: Alfreð G. Alfreðsson, Björn Bjarman, Emil
Björnsson, Ingólfur Viktorsson, Jóhannes Proppé, Karl Friðrik
Kristjánsson, Reynir Eyjólfsson, Sigurveig Halldórsdóttir og
Trausti Sigurlaugsson.
Undirbúningsnefnd að stofnun Landssamtaka hjartasjúklinga. F.v.:
Ingólfur Viktorsson, Karl Friðrik Kristjánsson, Reynir Eyjólfsson,
Sigurveig Halldórsdóttir, Emíl Bjömsson, Björn Bjarman, Trausti
Sigurlaugsson, Jóhannes Proppé og Alfreð G. Alfreðsson.
Landssamtök verða til
Stofnfundur Landssamtaka
hjartasjúklinga (LHS)var haldinn
í Domus Medica 8. október
1983. Mættu til fundarins 230
stofnfélagar og var það umfram
bjartsýnustu vonir.
Sr. Emil Björnsson flutti skýrslu
undirbúningsnefndar, sem starfað
hafði frá maífundinum sem fyrr er
getið. Rakti hann aðdraganda og
undirbúning þessa stofnfundar. í
ræðu sinni sagði hann m.a.:
Nú er að vahna almennur skilningur
á lifsnauðsyn bœttrar aðstöðu til
lœkningar hjarta- og æðasjúkdóma
hér á landi, þótt þröngt sé í búí, enda
veit fólk nú orðið, m.a. fyrir það
semfram hefur komið í fjölmiðlum,
hve mannskæðir og þrálátir þessir
sjúkdómar eru. Yfir 50% dauðsfalla
hér á landi má rekja til þeirra. Og
hver er næstur? Það veit enginn.
Trausti Sigurlaugsson tók síðan við fundarstjórn og bar fram
tilögu um formlega stofnun samtakanna, sem var samþykkt með
—
Anna Cronin
Fyrsta merki Landssamtaka
hjartasjúklinga.
Sr. Emil Bjömsson flutti
skýrslu undirbúningsnefndar.
6 velferð