Velferð - 01.10.2013, Blaðsíða 17
Á afmælisárinu 2008 gekk hópur kvenna til liðs við Hjartaheill.
Þær ganga undir nafninu Hjartadrottningamar og eru hluti af
Go-Red hreyfingunni, sem eru alþjóðleg samtök kvenna til varnar
hjartasjúkdómum. Þær hafa síðan starfað í góðum tengslum við
skrifstofu Hjartaheilla og haft aðstöðu í Síðumúla 6 fyrir ýmsa
viðburði á þeirra vegum.
Samstarf við Hjartavernd, sem var mikið á fyrstu árum
sambandsins, hófst að nýju árið 2010 með útgáfu sérstaks
fræðslublaðs um málefni um hjarta- og æðasjúkdóma í samvinnu
við Hjartavernd og Heilaheill, samtök þeirra sem fengið hafa
heilablóðfall. Þetta samstarf hélt svo áfram og gekk vel. Hluti
þess var tengt Alþjóðlega hjartadeginum og einnig svonefndu
„Go-Red“ verkefni, sem er helgað konum og hjartasjúkdómum,
en þar koma Hjartadrottningarnar við sögu. Haldnir haf averið
fimm svonefndir „Go-Red“dagar. í Ráðhúsi Reykjavíkur, 2009,
Háskóla íslands, 2010, í Smáralind 2011 og í Perlunni 2012.
Síðasti „Go-Red“ dagur var haldinn í Kringlunni 2013.
Sem fyrr getur hafa Hjartavernd og Hjartaheill haft samstarf
um ýmis mál. Áformað er að því samstarfi verði haldið áfram, þó
enn sé ekki ákveðið með hvaða hætti.
Þá varð áframhald á samvinnu við Heilaheill, sem hefur fengið
skrifstofu- og fundaraðstöðu í Síðumúla 6.32
Hjartadrottningar að undirbúa sýninguna í Perlunni 2012. Kristján
Smith, gjaldkeri Hjartaheilla, virðist vera að veita þeim faglega ráðgjöf.
Starf innan SÍBS
Landssamtök hjartasjúklinga áttu frá upphafi stóran þátt í
starfi SÍBS og tókust á hendur trúnaðarstörf, bæði í stjórn SÍBS
og stofnana þess. Það tók þó sinn tíma að aðlagast hinu nýja
umhverfi og samræma sjónarmið. Stundum dró til nokkura
átaka á þingum. Einkum voru það einstaklingar innan „gömlu“
berkladeildanna, sem áttu í orðahnippingum við fulltrúa LHS
á fundum og þingum. Hinir fyrrnefndu sökuðu hina öflugu og
fjölmennu hjartasjúklinga um að vilja sölsa SÍBS undir sig. Það
má líka finna því stað í heimildum að einstaklingar innan LHS
hafi verið tilbúnir til þess að reyna slíkt, og talið það fyllilega
raunhæft, en þar urðu ávallt ofan á hygginna manna ráð og
fulltrúar Landssamtaka hjartasjúklinga gengu aldrei fram með
slík áform, en innan LHS var mikil óánægja með það áhrifaleysi
sem þeim fannst samtökin hafa innan SÍBS. Þeir minntu oft á
það að félagatala þeirra væri um helmingur allra félagsmanna
sambandsins, en áhrif ekki í samræmi við það. Einstaka
stjórnarmenn LHS gengu svo langt að hóta að beita sér fyrir
úrsögn úr SÍBS. Krafa þeirra var að fá meiri ítök á þingum og
sterkari stöðu í stjórnum SÍBS.33
y
Þorbjörn Árnason
Á 33. þingi SÍBS, haustið 2002 var kosið á milli Hauks
Þórðarsonar sitjandi formanns stjórnar SÍBS og Vilhjálms
Vilhjálmssonar og bar Haukur hærri hlut. Þá var einnig kosið á
milli Dagnýjar Ernu Lárusdóttur og ÞorbjörnsÁrnasonar í embætti
varaformanns og hafði Dagný betur. LHS fékk þrjá menn í stjórn
SÍBS en engan varamann. Þannig voru áhrif LHS innan SIBS aftur
á undanhaldi. Formaður SÍBS, Haukur Þórðarson, brást við þessu
með því að fjölga úr þremur í fjóra í framkvæmdaráði. Þannig
var fulltrúi frá LHS áfram í framkvæmdaráði SÍBS. Þrátt fyrir
þetta gengu stjórnarstörf hjá SÍBS
vel fyrir sig og án deilna þennan
vetur og fulltrúar LHS lögðust
á árar í þeim málum sem unnið
var að. Þá áttu starfsmenn i SÍBS
húsinu jafnan mjög gott samstarf.
„Á fundi stjórnar SÍBS 9. maí, 2003
kynnti Þorbjörn Árnason umfjöllun
formannafundar LHS, sem haldinn
var í Varmahlíð 5. apríl, eða mánuði
fyrr. Þar var bókað eftir Þorbirni:
Á þeim fundi kom fram megn
óánægja með áhrifaleysi LHS innan
SÍBS, sem m.a. birtist í mun minna
atkvæðamagni LHS á þingum SÍBS en nemur fjölda félagsmanna
LHS. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hugsanleg úrsögn
LHS úr SÍBS og umsókn LHS í Öryrkjabandalag íslands.“
Þorbjörn sagðist með þessu vera að koma á framfæri umfjöllun
formannafundar LHS, en ekkert erindi hefði verið sent til SÍBS
vegna þessa máls. Stjórn Landssamtakanna sendi SÍBS bréf þar
sem vísað var í þessa umfjöllun og fór fram á úrbætur. Ekki varð
af úrsögn úr SÍBS, en í framhaldi af þessu hófst skipulagsvinna,
sem m.a. var með góðri þátttöku LHS og fulltrúa þeirra. Sú vinna
stóð fram til ársins 2008 og reyndar lengur. Skipulag verður aldrei
endanlegt, en starfið að þessari vinnu reyndist hafa góð áhrif á
samskipti félaganna og drjúgur
áfangi í að eyða upprunalegum
skilum eftir því hvaðan fulltrúar
komu.34
Þess má geta að Auður
Ólafsdóttir, fulltrúi Hjartaheilla,
er varaformaður stjórnar SÍBS.
Auður hefur setið í stjórn SÍBS á
vegum LHS, síðar Hjartaheilla, frá
árinu 2002 og tekið virkan þátt í
mótunarstarfi SÍBS, meðal annars
skipulagsbreytingum sem hafa
tekið langan tíma, en eru óðum að
færast í fast form.
Auður Ólafsdóttir
Nýlegar lagabreytingar
Nafni samtakanna var breytt á 8. þingi LHS árið 2004 og hétu
þau síðan Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. í framhaldi
af því var heiti félagsdeilda breytt til samræmis og heita félögin
nú Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu, Hjartaheill á Norðurlandi
vestra o.s.frv.
Nafninu var aftur breytt lítillega á aðalfundi þeirra árið 2012 og
heita þau nú Hjartaheill. Félagsdeildirnar heita áfram Hjartaheill,
tengt við félagssvæðið. Þá var á þessum aðalfundi einnig gerð
sú breyting á lögunum að landshlutadeildunum er ekki skylt að
hafa formlegt félagsstarf með aðalfundum og stjórnarkosningum,
heldur er stjórn Hjartaheilla heimilt að finna tengla eða
Velferð 17