Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 4

Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 4
c--------- Frá formanni Hamingja Það má með nokkrum sanni segja, að ævi mannsins sé sífelld leit að lífshamingju. Það er jafnvíst, að menn eru misjafnlega fundvísir. Lykilinn að lífshamingjunni er kannski fólginn í því að ganga æviveginn með opin augu fyrir öllu því fagra og góða sem er allt í kringum okkur. Svo einfalt er nú ekki lífið. Auðvitað spyrja menn, hvað sé hamingja. Getur nokkur ábyrgur maður verið hamingjusamur í lífi sínu, meðan hann veit um óhamingju annarra, fátæktina í Afríku, ógnaröldina í mörgum löndum, ofbeldi og eyði- leggingu umhverfis? Hver getur verið hamingjusamur meðan hann veit um óhamingju annarra? Sem betur fer tekst okkur stundum og oftast að gleyma þessum viðsjárverða heimi, gleyma því að að við berum ekki ein ábyrgð á viðsjálli veröld. Lífið er gjöfult og margbreytilegt. Hamingjuleiðirnar eru margar og ólíkar. Það þarf að ganga æviveginn með aug- un opin, hafa vakandi auga til að velja hamingjustíginn en ekki þá leið sem maður fyrirfram ákveður að allt sé ómögulegt og leiðir bara til hrösunar. Besti áttavitinn er vinátta, kærleikur og sannleikur í hjarta og heilbrigt viðmót til samferðamanna og láta sér ekki standa á sama um velferð og öryggi þeirra sem okk- ur treyst fyrir. Maður er manns gaman. Fjölskylda og vinir eru tækifæri til gleði og hamingju. John Lennon komst svo að orði: „Count your age by friends, notyears. Countyour life by smiles, not tears." Hjartaheill hefur á sínum vegum fjölda einstaklinga sem hafa verið burðarásinn í starfsemi samtakanna. Á síðasta formannafundi sæmdum við fjölda félagsmanna heiðurs- merki samtakanna úr gulli. Það er nauðsynlegt að strjúka góðu fólki fyrir vel unnin störf. Maður má aldrei gleyma því sem vel er gert. Gæfan bíður með framréttar hendur allt í kringum okk- ur. Það er bara að sjá hana og sl<ynja, taka í höndina á henni og ganga hamingjuveginn með vinum og vanda- mönnum, studdur hugsjónum og háleitum markmiðum. Það er góð aðferð á margslungnum ævidegi og það ættu flestir að gera. Heimurinn þarf á því að halda. SÍBS og Hjartaheill hafa um margra ára skeið gengist fyr- ir reglulegum mælingum á blóðþrýstingi og blóðgildum víða um land sem lið í vitundarvakningu um hjarta- og æðasjúkdóma. Þá hafa Samtök lungnasjúklinga úr ranni SÍBS bæst við og ennfremur hafa Samtök sykursjúkra tekið þátt í verlcefninu frá og með haustinu 2017 sem lið í forvarnarstarfi sínu og þjónustu við landsbyggðina. Frá og með 2017 fóru mælingarnar á næsta stig með því að bæta við spurningavagni um lífsstílsþætti, sem líklegir eru til að hafa áhrif á heilbrigði. Er þá einkum horft til helstu áhættuþátta glataðra góðra æviára (DALY), skv. skilgreiningum WHO, en spurningarnar teknar, að svo miklu leyti sem verða má, úr rannsókninni Heilsa og líðan Islendinga til að hægt sé að bera svarendur saman við þýðið úr þeirri rannsókn. Hjartaheill er þátttakandi í verkefninu Stuðningsnet sjúklingafélaganna sem býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandend- ur þeirra. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstand- endur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðnings- fulltrúanámskeiði hjá umsjónaraðila eða fagaðilum Stuðningsnetsins. Félögum í Hjartaheill hefur fjölgað verulega síðustu miss- eri. í dag telja samtökin á fimmta þúsund félaga. Hlutverk Hjartaheilla er m.a. að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta, að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma og að standa vörð um hags- muni og réttindi hjartasjúklinga. Því er mikilvægt að Hjartaheill séu öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigð- ismála á íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna og að samtökin verði leiðandi við að bæta lífsgæði lands- manna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúk- dóma. Njótum lífsins, lífið er gott. Til sigurs fyrir lífið sjálft. Gleðilegt sumar. Sveinn Guðmundsson. 4 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.